Réttur - 01.07.1927, Síða 131
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN 229
sýndi fram á leynisamtök þeirra til að spilla fyrir sam-
vinnu við Rússa. Varð rifrildi á þinginu, er lauk með
því að enska sendinefndin fór af þingi í reiði, en hæg-
fara sócialdemokratar urðu ofan á. Verklýðssameining-
in á því einskis góðs að vænta frá Amsterdamsamband-
inu, en það er líka alt af að missa ítök sín í verkalýðn-
um sakir þjónustu þess við auðvaldið og andstæðu við
samemingu verkalýðsins. Hefur meðlimum þess fækk-
að úr 22,701,103 árið 1920 niður í 13,366,387 árið 1925,
fjárhagurinn versnað og andleg áhrif minkað svo fast-
ir áskrifendur tímarits þeirra »Alþjóðaverklýðshreyf-
ingin« eru alls um 1000 í Englandi, Frakklandi og
Þýskalandi, alt eftir þeirra eigin skýrslum. (Sassen-
bach: 25 Jahre internationale Gewerkschaftsbeweg-
ung).
Þá er að snúa sjer að ensku verklýðshreyfingunni.
Þar ríður mest á að veita hernaðarfyrirætlunum enska
auðvaldsins mótspyrnu. Þar starfaði ensk-rússneska-
sameiningarnefndin, er menn bjuggust við svo miklu
af. í haust var þing enska verklýðssambandsins í Edin-
burgh. Þingið sátu einkum hægfara starfsmenn hreyf-
ingarinnar, er voru undir andlegum áhrifum Macdon-
alds og fjelaga hans, er brugðist höfðu í verkfallinu
mikla. Þessir menn óttuðust sívaxandi fylgi kommún-
ista meðal verkalýðsins. Breska auðvaldsstjórnin hafði
slitið sambandi við Rússland; það var fyrsta stríðstil-
kynning bresks auðvalds gegn rússneskri alþýðu.
Breska auðvaldsstjórnin hafði knúið í gegn um þingið
lög, er eyðileggja verkfallsrjett enskra verkamanna að
miklu leyti; það var ein stríðstilkynning bresks auð-
valds til gegn breskri alþýðu. Hverju svara nú »for-
ingjar« verkalýðsins þessum stríðstilkynningum?
Hverju svara foringjarnir, er fegurst höfðu talað um
sameiningu breskrar og rússneskrar alþýðu? Nú rjeðst
sami fjandmaðurinn á báðar.
Ensku »foringjarnir« slíta sambandinu við rúss-
15*