Réttur - 01.07.1927, Side 136
234 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRAÐIN [Rjettur
og Kwantung. Fóru brátt svo leikar að annaðhvort varð
að gera að efla þessa hreyfingu eða bæla niður, annað-
hvort láta bændur skifta upp jörðum stórjarðeigend-
anna eða hindra þá í því, skjóta þá niður. Þegar hjer
þurfti að velja á milli hagsmuna bænda og stóreigna-
manna, sýndi hin smáborgaralega stjórn að vanda hálf-
velgju sína. Wuhan-stjórn-in var nú álíka sett og rúss-
neska Kerenski-stjórnin sumarið 1917, er bylting
bændanna fór að magnast. Og báðar brugðust. —
Kommúnistar reyndu að vísu til hins síðasta að bjarga
þessari smáborgarastjórn við og gengu jafnvel full-
langt í að umbera hálfvelgju hennar og svik við mál-
stað byltingarinnar, en að lokum fóru þeir úr stjórn-
inni og hófu baráttu gegn henni.
Leið nú ekki á löngu áður en Wuhan-stjórnin og
Nanking-stjórnin runnu saman, bræddu þær sig sam-
an með því að útiloka frá völdum aðalmennina frá
hvorri stjórn, þá Tschang-Kai-Shek og Wang-Cliiny-
Wei. Var þar með mynduð hrein borgarastjórn í Mið-
Kína og hófust nú allstaðar ofsóknir gegn kommúnist-
um, bændúm og verkalýð. Vinstri hluti Kuo-Min-Tang-
flokksins hafði brugðist eins og sá hægri og stjetta-
styrjöldin kom ennþá greinilegar fram. Að vísu höfðu
einstaka aðalmenn Kuo-Min-Tang-flokksins haldið fast
við byltin-garkenningar Sun-Yctt-Sen’s og flúið land,
svo sem hinn kunni utanríkisráðherra byltingarstjórn-
arinnar Eugen Tschen og ekkja Sun-Yat-Sen’s, Sun-
Tschi-Lin, sem nú dvelja í Moskwu og hafa brennimerkt
ógurlega þau svik, er framin hafa verið af Wuhan-
stjórninni við kínversku byltinguna. Er ekki ólíldegt
að þessum þjóðernisbyltingarmönnum takist enn að
skapa úr byltingarkjarna Kuo-Min-Tang-flokksins,
byltingarflokk líkan Jakobínaflokk frönsku byltingar-
innar, er berjist við hlið Kommúnistaflokksins gegn
afturhaldi því, er nú hefur náð valdinu í Bláárdal, efttr
hina miklu sigra 1926, og eyðilagt Kuo-Min-Tang-