Réttur - 01.07.1927, Page 137
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN
235
flokkinn, eftir að hann hafði náð svo glœsilegum sigri.
— Borgarastjórm sú, er dulklæða skal vald afturhalds
og erlends auðvalds í Mið-Kína, á þó ekki sjö dagana
sæla. Hershöfðingjaklíka sú, er völdunum hefur náð,
hugsar mest um völd sín og auð ■— og það er ekki óeðli-
legt að þeim lendi saman út af því að skifta bráðinni.
Eru því ýmsir hershöfðingjar borgarastjórnarinnar
komnir í stríð hvor við annan út af yfirráðum yfir
hjeruðunulm. Veitir ýmsum betur og þarf lítt að hirða
um hvernig völdin kollveltast milli herbraskara þessara.
Hitt er meira um vert að bændabyítingin magnast sí-
felt og hafa nú bændur komið sjer upp góðurn byltinga-
her undir stjórn kommúnista. Aðalforingjar þessa
hers eru Yeh-Ting og Ho-Lun. Hafa bændur aðallega
ráð í hjeruðunum Honan, Hupe og austurhluta Kwang-
tung. Nantschang-borgin er á þeirra valdi og hafnar-
borgina Swatau hafa þeir tekið, en eru nú nálægt Kan-
ton og Wuhan. Stendur jafnt innlendum sem erlendum
auðmönnum ótti af þessari nýju byltingarhreyfingu,
þótt ekki sje hún orðin sterk enn, því þá grunar að hún
verði ekki keypt til friðar, sem fyrri stjórnir.
Nú er alþýðan sjálf, verkaanenn og bændur, samein-
aðir, undir stjórn kommúnista, komin fram á sjónar-
sviðið og framtíð byltingarinnar er nú undir þeim komin.
Horfir því svo við nú í Kína, að nyrst situr Tschang-
Tsho—Lin, hinn opinberi erindreki erlends auðvalds og
innlends jarðeignaaðals; er vald hans aðallega í Gulár-
dal og miðstöð Peking. Sunnan við hann er borgara-
stjórnin sameinuð nú í Nanking, berst hún á báða bóga
og verður að þoka fyrir áhrifum erlends auðvalds, því
niú á hún ekki lengur hinum góða stuðningi bænda og
verkalýðs að fagna, er olli hinni glæsilegu sigurför
byltingarhersins norðureftir 1926. Hefur hún aðalvöld
í Bláárdal og hafnarborgunum. En í Suður-Ivína, hin-
um forna byltingararmi, er bændabyltingin að brjótast
út og ómögulegt að segja hvernig fara muni