Réttur - 01.07.1927, Síða 138
R i t s j á
Guðviundur Finnboc/ason: Vil-
hjálmur Stefánsson. Bókaverslun
Þorst. M. Jónssonar. Ak. 1927.
Þessi bók er bæði skemtileg og fróðleg. Hún segir frá Vil-
hjálmi Stefánssyni: æfi hans og afrekum, og hún sýnir furðu
vel skapferli og gáfnafar þessa stórmerka manns.
Bókin er 184 bis. í 8 blaða broti. Efni hennar er greint í tvent:
í fyrri hlutanum segir frá æfi Vilhjálms, ætt hans, uppvexti og
norðurförum. Skortir þar ekki merka viðburði og æfintýri.
Höfundur hefir tekið upp þá hyggilegu aðferð, að láta Vilhjálm
segja sjálfan frá öllu því sögulegasta. Fyrir bragðið kynnist
lesandinn honum miklu betur en ella, og eykur það drjúgum á-
nægjuna. Þar sem höfundur lýsir frá eigin brjósti, eru frásagn-
ir stuttar, skýrar og öfgalausar. f síðari hluta bókarinnar eru
þýddir úrvalskaflar úr einni af bókum Vilhjálms: »Veiðimenn
á norðurvegum« (Hunters of the great North). Bækur Vilhjálms
eru nokkuð langdregnar og því ekki eins skemtilegar og við
mætti búast. En höfundur hefir valið skemtilega kafla og fróð-
lega, og þýðingin er góð.
Vilhjálmur hefir sótt lengra norður, en nokkur annar Islend-
ingur, og sigrað torfærur heimskautalandanna með minni tygj-
um og vopnum en nokkur annar hvítur maður. Rósemi hans,
vitsmunir og hleypidómaleysi verður alstaðar drýgra en hríðar
og hörkur. Hann er jafnöruggur að fella blóðmannígt bjarndýr
og vinna ástir eskimóanna, en af hvorumtveggja, birni og eski-
móa, lærir hann að yfirvinna óg'nir heimskautsins.
Eg hafði unun af bókinni og las hana í einum spretti.
P. H.
1 Skaberons Spor. Socialt Skuc-
spil i tre Akter af Fr. Madsun.
Kbh. 1925.
Oss finst ekki venjulegt að heyra byltingaróm frá Danmörku
eða finna til umi'óta í sál og sinni við að íhuga það, sem danskt
er. Síst munu íslendingar eiga því að venjast. — Þó munu dóm-
ar okkar hafa verið einhliða í þessu efni. Þar niðri í Danmöi'ku