Réttur - 01.07.1927, Side 139
Rjettur]
RITSJÁ
237
hafa ekki síður en annarstaðar stðið stormar út af fjelagsskipu-
laginu og öldur risið svo hátt, að legið hefur við að hásætinu
skolaði þar burtu sem fleiru skrani. Þá hefur þær lægt og logn
virðist hvíla yfir flatlendinu, — en þessi bók sýnir, að undir
niðri ólgar.
»Rjettur« birti síðast sögu eftir einhvern besta byltingarsirm-
aðan höfund Dana, Andersen-Nexö; það stórskáld dvelur nú ekki
iengur í Danmörku. Sá, sem hjer kemur fram á sjónarsviðið, er
og róttækur jafnaðarmaður, að vísu einn af smærri spámönnun-
um sem skáld, en djúpvitur mjög. Leikrit þetta er rannsókn á
eðli eignarrjettarins nú á tímum og lýsing á deilu verkalýðs við
stóratvinnurekendur, en kjarninn er barátta uppfindingamanns
fyrir uppfindingu sinni, sem stóriðnaðarfyrirtækin að síðustu
svifta hann — og svifta mannkynið um leið ávöxtum hugvits
hans.* Gangur leikritsins er góður, persónurnar mestmegnis
»typur«, en þó sjerlega vel lýst uppfindingamanninum og konu
hans. Höf. er ritstjóri blaðs í Rudköbing og' hefur áður ritað
leikrit, er sýnt hefur verið í Berlín og hlotið mikið lof þar.
E. O.
Oil! A Novel by U-pton Sinclair.
Published by the author. Long
Beach, California. 1927.
Olía! Frægasti rithöfundur Rockefeller-ríkjanna, hins al-
ræmda lands mútuspiilingar olíuhringanna, ritar skáldsögu olí-
unnar! Bókarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu og var
sumstaðar bönnuð, er hún kom út. Þetta er engin furða. Síðan
1917, að Sinclair orti »Jimmie Hir/r/ins«., hefur engin fullkomin
skáldsaga birtst eftir hann. (»Smiður er jeg nefndur« frá 1922,
er frekar »novella« hvað form snertir). Hann hefur verið önnum
kafinn við hin miklu rannsóknar- og' árásarrit sín, (Profits of
Religion, Brass Check, The Goose-Step, The Goslings), svo skáld-
ið hefur síður fengið að njóta sín.
Það þarf ekki að efast um að árásin í bók þessari, lýsingarnar
á aðferðum olíuhringanna og völdum þeirra sjeu á rjettum rök-
um byg'ðar. Sú hlið er eins snjöll og við var að búast af Sinclair.
— En mest munu menn þreyja að sjá, hvernig slcáldinu í hon-
um nú hefur tekist.
»The Jungle« (Á refilstigum) gerði Sinclair fyrst heimsfræg-
an og síðan hefur hann ritað bækur, sem hvað listagildi snertir,
eru meðal bestu bóka heimsbókmentanna, svo sem »Love’s Pil-
grimage«, sem að miklu leyti er skáldleg' æfisaga hans sjálfs.
»Oil!« ber fyrst og fremst vott um hið dæmafáa víðfeðmi höf-