Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 140
238
RITSJÁ
[Rjettur
undar; flestöll fyrirbrigði nútímalífsins finnast þar í, bókin ið-
ar af lífi og fjöri, olíulindirnar, olíubrunarnir, olíuþrætur smá-
eigendanna, olíupólitík stórlaxanna, líf og barátta olíuverka-
mannanna: alt stendur það ljóslifandi fyrir augum manns, en
það er ekki nóg: ástalíf amerísku æskunnar, háskólalíf auð-
mannasonanna, blaðabarátta kommúnista, »andatrú« og miðlar
í París, rússneska byltingin og andleg áhrif hennar, líf »kvik-
myndastjarnanna«, hinna tignuðu gyðja nútímans, blekkingar
nýjustu trúbragðahreyfinga, radio-fárið-----það verður ekid
annað sagt en myndin sje fullkomin af lífinu, sem fæst í Morg-
an-landinu nú. Þessi einkenni einnar bókar, að ná svo fullkom-
lega lífinu sjálfu, sem mannlegum huga er auðið að endurkasta
þeim óskapnaði, — þau verða vart nógsamlega lofuð. Þennan
mikla kost á Sinclair sameiginlegan með Tolstoi, sem annars er
svo alger andstæða við hann. Engin fyrri bók Sinclair’s* hefur
þetta í svo ríkum mæli, engin er svona þrungin lífi af öllu tægi.
Aðalpersónurnar eru tvær: »01íuprinsinn« Bunny og kommún-
istinn Paul. Snild sállýsandans kemur best fram í lýsingunni á
lífi Bunnys, í baráttu þessa veiklunda, viðkvæma og góðviljaða
auðmannssonar við andlegar snörur auðmagnsskipulagsins, reiki
hans, efasemdum, ósjálfstæði og tvískinnung er lýst með snild
þess manns, er snemma hefur lært að elska og skilja Hamlet.
Lýsingin á föður hans »Dad« er ágæt; sjaldan mun hinni sorg-
legu afstöðu góðviljaðs »kapitalista«, sem flæktur er í fjötra
hringanna, hafa verið lýst af öllu meiri skilningi af sosialista.
Sögu-»hetjan« Paul, er óbrotnari, enda heilsteyptari frá höf.
hendi, en ýmsum jafnaðarmönnum mun forvitni á að vita hvoru
megin Sinclair, sem sjálfur er í Socialist Party, stendur, þegar
hann lýsir muninum á socialdemokrötum og kommúnistum; tekst
honum þar furðulega að synda milli skers og báru, en lýsa þó
sannleikanum samkvæmt — og mun hvorugur aðili geta undan
kvartað, enn síður þó kommúnistar (enda birtir aðalmálgagn
amerískra kommúnista »Daily Worker« í Chicago söguna neðan-
máls).
Það, sem menn helst kynnu að sakna í þessari bók, er frekari
lýsing á töfraáhrifum olíunnar sjálfrar, á hinum ógurlega skap-
andi mætti náttúrunnar og mannanna, er birtist í legi þessum,
er elur bíla, flugvjelar og flest undursamlegustu farartæki nú-
tímans, samfara því, sem það skapar hin hörmulegustu stríð til
að eyða öllu þessu.
Nú þegar baráttan um olíuvöld heimsins er að nálgast nýtt
heimsstríð, »olíustríð« á eftir »kol- og jámstríðinu« 1914—18,
mun flesta fýsa að kynnast efni þessu sem best, ekki síst ef efn-