Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 6

Réttur - 01.02.1942, Side 6
mér að muna á hverri stundu svo og mikiS af því, sem ég hef skrifað. Ég mundi að vísu, að greinin var um fisksölusamninginn illræmda, og höfuðáherzl- an hafði verið á það lögö að sýna fram á stéttar- eðli þess samnings, þar sem togaraútgerðinni ís- lenzku og fiskkaupmannastéttinni brezku er tryggð- ur aukinn gróöi á kostnað íslenzku fiskimannanna. Rakti ég þaö til þeirrar staðreyndar, að íslenzkir togaraeigendur og brezkir fiskkaupmenn höfðu sterka aðstööu í samninganefndinni. Einnig rif jaðist nú upp fyrir mér gamalt samvizkubit út af því, hve svívirði- lega hógvær ég hefði verið 1 ummælum mínum 'um þennan samning, svo langt sem hann var fyrir neðan allar hellur. En svo kom þaö auðvitaö upp úr kafinu, að sakadómari hafði ekki meint neitt með þessari spumingu sinni, það var aldrei til þess ætlast, aö ég bæri fram neinar vamir, heldur fengi frest og skipaöan málafærzlumann, sem ég óskaði að væri Pétur Magnússon hæstaréttarlögmaöur. Fám dögum áður hafði Pétur Magnússon þá einn- ig fengið til meðferðar vamir í máli réttvísinnar gegn Valdimar Jóhannssyni, mál það var sama eðlis og vamir hans að mestu hinar sömu í báðum mál- unum. En ég ætla að fylgja mínu máli og þeim vöm- um í máli Valdimars, sem til er vitnað í sambandi við m'itt mál, sem kemur í kjölfarið. Er þess nú fyrst að geta, að það var ekki nokkur leið fyrir málafærslumann okkar að fá að vita, fyrir hvað við vomm ákærðir. Það er vitnað í heilar, stórar grein- ar, en ekki bent á nein sérstök ummæli, sem sak- náem séu talin út frá ákveöinni lagahljóðan, heldur lítur út fyrir að greinarnar séu taldar ósllt- inn landráðavaðall frá upphafi til enda. Verður mála- færslumaöurinn því aö geta sér til um sakargiftir og haga vömum sínum eft'ir þvi. Og út frá hljóðan þeirrar greinar, sem til var vísað í hegningarlögun- 6

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.