Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 9

Réttur - 01.02.1942, Page 9
hlutverk ætlað, að vernda útlendinga yfirleitt fyrir móðgunum, heldur aðeins að hindra þær móðganir, sem leitt gæti til árekstra á almannafæri. Gagnvart meiðyrðum að öðru leyti hafa útlendingar aðeins sama rétt og íslendingar og er þeim innan handar að leita réttar síns á sama hátt og þeim, með málshöfðun út af meiöyröum. Á grundvelli þessara raka gerði Pétur kröfu til þess, að við Valdimar værum báðir sýknaðir. ' Þessi röksemdafærsla Péturs er svo skýr í augum okkar leikmanna, viröist svo greinilega laus við ailar hártoganir og undanbrögö, að það virðist ekki vera nema um tvennt að ræöa, annaðhvort séum við sýknaðir eða opinber ákærandi veröi að hrekja þessa röksemdafærslu með einhverjum rökum. En hvoru v ur kosturinn var valinn. Pétur lagði fram vörn sína og samstundis var máliö lagt í dóm. Það komu ekki fram nein rök gegn málsvörnum hans, eins og þær hefðu aldrei verið talaðar eða þættu ekki svaraverð- ar. En innan lítils tíma koní dómur, þar sem vitnað var til landráðakafla hegningarlaganna. Valdimar var dæmdur í 60 daga varðhald, ég í 200 króna sekt, báðir fyrir landráð. Vitnað var í þrjú orð í grein minni, sem talið var landráöastarfsemi aö mæla. Eitt var áðurnefnt „alræmdur" um mann, sem hver skammargreinin hafði verið rituð um af annarri' í blöð, sem nú voru blöö ríkisstjórnarinnar á Is- landi. Annað var „fiskbraskarar“, sem heiti á brezk- um fiskkaupmönnum. Braskari virðist þó vera nokk- uö gott og gilt íslenzkt orö án stórkostlegrar niðrun- ar. Við getum meira að segja hiklaust sagt um beztu vini okkar og okkur sjálf, aö þeir eða við séum að braska í þessu og þessu. Þriðja orðiö var „arörán“ í sambandi við atvinnuvegi fiskkaupmannanna. Arð- rán þýðir að taka arö af vinnu annarra manna. Ai’ð- rán er ekkert annaö en undirstöðulögmál borgara- 9

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.