Réttur - 01.02.1942, Qupperneq 14
að sökum frelsisbaráttu alþýöunnar hefur ráðandi
stéttunum ekki tekizt að sníða sérréttindum sínum
svo rúmgóðan lagastakk, að hún þykist mega við
una, að þau lög gangi jafnt yfir alla, heldur séu þau
teygð og þeim rangað til, eftir því sem hagsmunix
yfirstéttarinnar krefjast í það og þaö sinn. Það er
þá hlutverk dómstólanna að drauja til hlutunum,
eftir því sem hægt er, án þess að það liggi þó í aug-
um uppi, að þessi lög séu að litlu eða engu höfð,
eöa dómar séu felldir án allra heimilda í lögum. En
að ganga beint í berhögg við gildandi lög og réttar-
venjur og réttarvitund fjöldans, það leyfa borgaraleg
þjóðfélög sér yfirleitt ekki, fyrri en kom'ið er á hið
fasiska stig þeirra og þau verða að sprengja af sér
ramma hefðbundins réttarfars. Þróun íslenzks þjóð-
félags er enn of fjarri hinu fasiska stigi, til þess að
hægt sé að skýra þetta fyrirbæri meö því einu. Enda
er refsingin alltof væg, til þess að nokkurt vit sé í að
setja dóminn í samband við fasiskar ofsóknir. Það
gæfi alrangar hugmyndir um grimmd og glæpa-
mennsku fasismans.
Þá hef ég heyrt þá skýringu á þessu dómsfari, að
til grundvallar liggi krafa frá brezkum aðilum, og
verði íslenzka ríkið að beygja sig fyrir þeim kröfum
sem minnimáttar aðili. Til stuðnings þeirri skoðun
hafa menn fært þá staðreynd, að jafnframt því sem
dómur er látinn ganga yfir um landráð o" látinn
hljóða upp á varðhald, þá er refsing höfð svo lítil
sem framast má verða. Það mætti einnig vera til að
styðja þá tilgátu, að dómarar hefðu í mótmælaskyni
við þvingunina hent frá sér dómunum, ekki aöeins
órökstuddum, heldur rökstuddum með hreinum og
beinum öfugmælum. En þrátt fyrir þessi rök, lít ég
á tilgátu þessa sem hreina og beina fjarstæðu. Mér
dettur ekki í hug aö ætla Bretum slíkan yfirgang
14