Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 15

Réttur - 01.02.1942, Síða 15
við dómsfarið i landinu, enda stafaði Bretum ekki á neinn hátt hætta af gagnrýni á samningnum, held- ur þeim valdaklíkum íslenzku þjóðarinnar, sem að samningnum stóðu. Því lengur, sem ég hugsa málið, því greinilegar finnst mér það liggja fyrir, að í dómum þessum fel- ist sama veilan og gert hefur æ meira vart við sig í öllu stjórnmálalífi undanfarin ár. Sjálfstætt íslenzkt réttarfar er ungt og hefur því ekki haft skilyrði til að komast í farveg hefðbundinna venja, eins og i öðrum þeim svonefndum lýðræðislöndum, sem við höfum verið í nánustu sambandi við og lagað okkur mest eftir. Það myndi ekki þekkjast með nokkurri annarri þjóð, þar sem svo er látiö heita, að þingræö- isreglur séu látnar gilda, aö grundvallarreglur þessa ‘þingræðis séu brotnar eftir duttlungum valdhafanna á jafn purkunarlausan hátt og gert hefm* verið hér á landi í seinni tíð. Vil ég enn nefna það sem skýr- asta dæmi þessa, þegar Stefán Jóhann svifti bygg- ingarfélög verkamanna félagsréttindum, til þess eins að koma Héðni Valdimarssyni úr formannssæti 1 Byggingarfélagi verkamanna í Reykjavík og Alþingl leggur blessun sína yfir þetta ódæði að heita má í einu hljóði. Þá má nefna kosningafrestunina í fyrra, sem þá var að vísu afsökuð með hernaðarástandi, öllum lýðum var ljóst, að það var tylliástæða ein, en var þó góðra gjalda vert, að þingmenn, sem stjóm- arskrárbrotið frömdu, töldu nauðsynlegt að réttlæta gerðir sínar með einhverjum rökum, er frambærileg gætu heitið. En svo er purkunarleysið um grundvall- arreglur þingræðisins orðiö rótgróið í meðvitund stjórnarvaldanna, að í áramótaboðskap sínum síð- asta gleymir sjálfur forsætisráðherrann því gersam- lega að dylja þurfi þjóðina þess, að valdhafi telji sér leyfilegt að brjóta stjórnarskrána alveg að geðþótta 15

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.