Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 16

Réttur - 01.02.1942, Page 16
sínum. í sjálfu Ríkisútvarpinu, þar sem öll þjóöin var áheyrandi, lýsir hann því yfir, að kosningafrest- unin hafi verið samþykkt af þeirri ástæðu einni sam- an, að ekki hafi að öðrum kosti verið tiltök að fá einingu milli stjórnarflokkanna í þinginu um ákveöin úrlausnarefni, því aö þeir þorðu ekki að leggja þær úrlausnir tmdir dóm þjóðarinnar. Þessi játning má nefnast hreinskilin, en hún er um leið vitnisburður um svo lágt siðferðisástand í stjórnmálalegum efr- um, að afbrotamaðurinn hefur glatað allri tilfinn- ingu fyrir því, að hann þurfi að reyna að dylja af- brot sín. Þessi sama siöspilling, sem gagnsýrt hefur bæði framkvæmdavald og löggjafarvald þjóðarinnar, hefur einnig læst klóm sínum um æðstu dómstóla lands- ins. Þetta er líka ofur skiljanlegt, þegar athuguö er stjómmálaleg þróun landsins undanfarna áratugi'og sérstaklega undanfarin ár. Það er engin sú stofnun eða starfsgrein til, sem ætlast er til að hafi leyfi til að starfa sjálfstætt. Framkvæmdavald þjóðarínnar hefur meira að segja gert mjög ákveðnar tilraunir í þá átt aö reyna að hindra bókaútgáfu í landinu aðra en þá, sem það getur yfir ráðið. Þar sem svona er ástatt má nærri geta, hvort ekki er reynt að hafa fullkomið vald yfir dómstólunum, enda er reynzlan þar ólygnust. Og til að skilja enn betur veikleika dómstólanna gagnvart vilja framkvæmda- valdsins, skulum við líta á það, að dómarar þeir, sem mest kom við sögu þessa máls og flestra annarra stærri mála í landinu, sakadómarinn og hæstaréttar- dómaramir, eru ungir menn, ekki eldri en svo, að þegar á skólaárum þeirra er farið að vinna að því skipulagsbundið að gróðursetja þá siðspillingu í sál- um uppvaxandi embættismanna, sem siðspilltri ríkis- stjóm megi að gagni koma. Til að ná embætti þurfa ie

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.