Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 20

Réttur - 01.02.1942, Page 20
Tómas yrkir um sól og vor, vrn, konur, banka- vaxtabréf og annaö, sem gleður mannleg hjörtu. Hann gleöst yfir því að haía „aö minnsta kosti fæöst í taeka tíÖ“, til aö njóta þessa og vill þá heldur ekki láta „dragast að drekka þau vín. sem hægt er aö drekka strax“. Svo gæti virzt í fljótu bragöi, að ljóð Tómasar iýstu einungis einlægri gleði yfir því að lifa og fullkomnu áliyggjuleysi um það, sem tekur við. En raunar iík- ist hann manni, sem etur mat sinn fremjir til að njóta bragðsins en til að nærast og fær aldrei nægju sína, þótt hann sé ofmettur orðinn. Fögnuðurinn er stundum líkastur blæju til að hylja tómieikann, sem imdir býr, en gæg'ist undan blæjuhorninu stöku sixm- um. „Hvað stoðar loks hin fegursta stjama í sólkerfinu. Þú stelst á fund viö minningar um þær, sem eitt sinn skinu“. Þetta eru orð þess, §em er leiöur á samtíð'inni, trú- laus á framtíðina, en leitar sér gleði í fortíðinnl, ,,því hamingja þín mæl'ist við það sem þér er tapað“, og honum finnst orðiö, að „Ijómi vors draums sé fólgin í ööru en aö rætast“. Meö öörum oröum lífiö sjálft er fánýtt, en falsgylling á fortíð og framtíö varpar þó á það nokkurri skímu, og þegar „viö ger- umst gráir og gamlir og nennum einskis aö njóta“ og dreymir því ekki lengur, verður líklega ekki um annað að ræða en að snúa sér til drottins — sem þá hefur aöeins eitt n í þolfalli en ekki tvö, samanbei' Sarntal við drottinn: Stjörnur vorsins. — Eg veit ekki hvaða skoöanir Tómas hefur á þjóð- málum. KvæÖin gefa ekkert til kynna um það. En sem skáld er hann fulltrúi þess hluta borgarastétt- 20

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.