Réttur - 01.02.1942, Síða 21
arinnar. sem enn dýrkar skáldskap og fagrar listir
ekki af fordild, heldur af þrotlausri leit eftir fegurö
og imaöi þessa heims. Hvorki trúir á betri framtíð
mannanna, þessa heims né annars, og grunar til-
gangsleysi allra hluta.
Rangindi lífsins og þjáningar mannanna eru efni,
sem þetta fólk telur sér ekki viðkomandi og það hef-
ur ekki einu sinni sorgir til að fylla tóm síns til-
gangslausa lífs.
„Svo lítil eru takmörk þess, sem tím'inn leggur á oss,
hann tekur jafnvel sárustu þjáninguna frá oss“.
Að síðustu er aðeins óljós þráin eftir einhverju,
sem gefur lífinu gildi. Jafnvel sár, sem ekki gróa,
væru síðasta og einasta lækningin, en hún veitist
ekki heldur. Aöe'ins tilbúnar sorgir og uppgerð gleöi.
Síðustu línmnar í Stjörnum vorsins eru sem, and-
varp hins lífsþreytta manns:
„Æ, hversvegna er ekkert, sem heldur fyrir oss vöku.
Og hversvegna kemur enginn að draga oss á tálar“.
Jóhannes úr Kötlum hefur nú gefið út níu ljóða-
bækur — þar af tvær með ljóðum fyrir börn. —
Þótt bækur þessar beri mörg sameiginleg einkenni,
eru þær þó hver annarri mjög ólíkar um margt.
Þær lýsa skáldi, sem hefur þroskast stig af stigi og
jafnan staldrað nokkuð á hverjum hjalla, meöan
hann safnaði kröftum til næstu uppgöngu.
Sé Jóhannes borinn saman við Tómas, verða þeir
að mestu leyti tvær andstæður, sem geta varpað Ijósi
hvor á aöra.
Jóhannes er afburöa ríansnillingur, en formið er
ekki nsarri alltaf eins fágaö og hjá Tómasi. Honum
hættir til að ergja lesenduma. Suma með byltinga-
sinnuöum skoðunum og aðra með smávægilegum
misfellum og nærri því smekkleysum í formi og efn-
23