Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 22

Réttur - 01.02.1942, Side 22
isme'ðferð, sem væru þó ekki umtalsveröar, ef skáldiö ætti ekki til svo mikla snilld og leikni, að allar mis- fellur veröa taldar til hraövirkni og hirðuleysis. Yrkisefni hans eru býsna fjölbreytt, allt frá ljóði smalans um spóann og dýragrasiö, til skáldskapar um örlög mannkyns'ins og rök lífsins. En það eru alls ekki ólík yrkisefni, sem ólíkast er í kvæöum þeirra Tómasar og Jóhannesar, heldur meöferð þeirra á efninu og Viöhorf þeirra til hlut- anna. Þegar báðir yrkja um það sama, svo sem sól og vor, eða þá það undarlega sambland sælu og sorgar, sem kallast mannlegt líf, verður Tómasi það sem leikfang, sem una má við um stundarsakir: „Það skín á hamingju undir daganna angri, og undir fögnuði daganna glitrar á trega“, spekingsleg umþenking, að skrítið sé nú a tama. En Jóhannesi verður þetta voldugt fyrirheit, sem hann getur byggt líf sitt á: • „Því hversu sem mannanna hjörtu þjást, er hljómgrunnur lífsins fegurð og ást“. Jóhannes byrjar að yrkja ungur, með einlæga trú á lífið og mikinn fögnuð í sál, e'ins og unglingur ný- kominn af gelgjuskeiði, sem trúir því fastlega, að allar hans björtustu vonir muni bráðum rætast. Slik ljóð eru sjaldan mjög efnismikil. Þegar vel lætur fallegur leikur með mál og rím og þannig eru mprg fyrstu Ijóð Jóhannesar. Æska hans og uppeldi hefur eflaust veitt honum sem heimanfylgju bjartsýna trú á lífið, fölvskalausan góðvilja og einlæga athafna- og framfaraþrá. En hann kemst fljótt að því, að lífiö í hinni stóru ver- öld er miklu ægilegra og margbrotnara en í dalabæn- 22

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.