Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 26

Réttur - 01.02.1942, Page 26
Btrynjólfur Bjarnasons Innlend víðsjá Ger'ðardómslögin og verkföllin í janúar. Frá því er skýrt í síðustu Víðsjá, að haustþingið 1941 hafhaði frumvarpi Framsóknarflokksins um lögþvingað kaupgjald. Hinsvegar var horfið að því ráði' að reyna hina „frjálsu leið“ til þess að koma í veg fyrir allar hækkanir á kaupi verkamanna, og hafði Ihaldsflokkurinn og Aiþýðuflokkurinn tekið að sér forustuna í því máli. Nokkur iðnfélög í Reykjavík sögðu upp samning- um frá áramótum og fóru fram á nokkra kauphækk- un og tókst forustumönnum íhaldsflokksins og Al- þýðuflokksins ekki' að koma í veg fyrir það. Stjómir verkamannafélaganna „Dagsbrúnar” í Reykjavík og „Hlífar“ 1 Hafnarfirði voru aftur á móti á valdi þeirra og sögðu þessi félög því ekki upp samningum. Nokkru fyrir áramót tilkynnti ríkisstjómin at- vinnurekendum að hún myndi gera ráðstafanir til þess að sporná við þvi að nokkur kauphækkun næði fram að ganga. Boðskap þenna flutti svo forsætis- ráðherra þjóðinni' á nýjársdag. Þetta varð til þess að atvinnurekendur höfnuðu kröfum verkamanna og vildu enga samninga, treystandi á aðstoð ríkis- stjórnarinnar. 2. janúar hófst svo verkfall í 5 iðn- greinum (járniönaðarmenn, prentarar, bókbindarar, rafvirkjar og skipasmiðir). Þegar verkföllin höfðu staðiö nokkra daga, gaf ríkisstjórnin út bráðabirgða- lög um þvingaðan geröardóm i „kaupgjalds og verð- lagsmálum“. Samkvæmt lögum þessum voru allar grunnkaups- hækkanir bannaðar allt árið 1942, nema til sam- 26

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.