Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 28

Réttur - 01.02.1942, Síða 28
tiltæki meö því, aö ekki væri um lýöræðislegar kosn- ingar að ræða þegar flokkarnir stæöu ekki jafnt að vígi um blaðakost. Var þetta ærið mikilsverð játning. Á venjulegum tímum eru áróðurstæki íhaldsflokksins að minnsta kosti tífalt meiri en t. d. Sósíalistaflokksins. Samkvæmt forsendum ríkis- stjómarinnar hafa því aldrei fariö fram lýöræðis- legar kosningar á íslandi og svo mun aldrei' veröa meðan þjóðin býr við skipulag auövaldsins. Raunar lýsti Jakob Möller þvi yfir í umræðunum um þetta mál á Alþingi, aö íhaldsflokkurinn hefði haft tök á að koma út jafnmiklum blaöakosti og Alþýðuflokkurinn meðan á verkfallinu stóö. Það er því augljóst, aö forréttindi Alþýðublaðsins voru aðeins fyrirsláttur. Hin raunverulega ástæða var sú, að Ihaldsflokkurinn treysti sér ekki út í kosningar vegna andúðar almennings á gerðardómslögunum. Hinsvegar treysti hann því aö takast mundi að lægja öldurnar, ef flokkurinn hefði nokkurn tíma til stefnu áð verkföllunum loknum til þess áð beita yfirburð- tun sínum um blaðakost og áróðurstæki. T. d. gat Sósíalistaflokkurinn engan fund haldiö vegna hús- næðisleysis. Hinsvegar hafði Ihaldsflokkurinn um- ráð yfir nógu húsnæði, sem raunar tókst nú ekki að fylla þegar til kom. Sannleikurinn var því sá, að íhaldsflokkurinn vildi ekki hafa kosningar í janúar, vegna þess, að þá stóðu flokkarnir nokkru jafnar aö vígi en ella. Þegar verkföllin höfðu staðið um nokkurt skeiö tók mjög aö kreppa aö atvinnurekendum og þó eink- um stórútgerðinni vegna stöðvunar járniðnaöarins. Reyndu þeir nú að kaupa járniönaöarmenn út úr samtökunum, og þetta tókst er verkfalliö hafði staðið í mánuð. Gerðardómur var látinn staðfesta samn- ing milli aðila í j árniðnaðinum, sem fól í sér all- 28

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.