Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 30

Réttur - 01.02.1942, Side 30
verkfallsins mun ekki hafa verið minna en 10 þús. krónur á dag. Meðan verkfallið stóð hafa smiðjurn- ar því tapað miklu meiru en öll kauphækkunin nam, sem járnsmiðir fóru fram á í sínum ýtrustu kröfum. Yið þetta bættist svo, aö jámsmiðimir fengu veru- lega kauphækkun, sem þeir myndu hafa veriö fúsir til að semja um í byrjun janúar, ef engin gerðar- dóraslög hefðu veriö sett. Þaö sem hér hefur verið sagt um járniðnaóinn gildir í öllum aðalatriðum um aðrar þær iðngrem- ar, sem verkfallið náði til. Samkvæmt kenningum ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur því aðeins eitt unnizt með þvingunarlögun- um: Að hækka mjög framleiðslukostnaö í nokkrum iðngreinum í Reykjavík og dýrtíðina aö sama skapi. Viö þetta bætist svo tjón sjávarútvegsins og ann- arra atvinnuvega vegna verkfallanna. Það tekur því varla að minnast á afskipti gerðar- dómsins af vöruverðinu. Nokkrar vörur vom lækk- aðar lítilsháttar, aörar hækkaðar. 1 stuttu máli fálm eitt og kák. Þegar gerðardómurinn takmarkaði verð- hækkun á vörum, sem falla undir visitöluútreikn- inginn var kaupmönnum bent á aö halda sér skaö- lausum með því að hækka að sama skapi aðrar vör- ur, sem ekki eru taldar meö, þegar vísitalan er reikn- uð út. Ríkisstjórnin beið því hinn herfilegasta ósigur í þessu máli. Tilgangurinn með þvingunarlögunum vax að koma 1 veg fyrir það, að verkamenn bættu kjör sín. Það tókst ekki, eins og til var ætlast. Stjórin þóttist nú sjá fram á, að í þessu efni myndi við ramman reip að draga meðan atvinna er nóg. Til þess að hafa í fullu tré við verkalýössamtökin yrði að skapa atvinnuleysi. í því skyni hefur hún gert margar tilraunir til aö takmarka hemaöarvinn- 30

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.