Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 32

Réttur - 01.02.1942, Síða 32
kosningunum loknum gekk Dagsbrún í Alþýðusam- bandiö. Við stjómarkosningar í öðrum verkalýðsfélögum lá straumurinn allstaðar til vinstri. I Félagi járn- iðnaðarmanna féll formaðurinn, sem átti sök á því að félagið sætti sig að lokum við úrskurð gerðar- dóms. í stað hans var kosinn Snorri Jónsson, sem fastast hélt. á málunum fyrir félagsins hönd meðan á verkfallinu stóð. Bæjarstjómarkosningamar. 25. janúar fóru fram bæjarstjórnarkosningar og hreppsnefndárkosningar í kaupstöðum og kauptún- um. Þaö sem einkum einkenndi þessar kosningar var mikil upplausn í herbúðum íhaldsins. A nokkr- um stöðum gekk íhaldsflokkurinn tvískiþtur til kosninga. Hitt var þó athyglisverðara, að víða voru í kjöri óháðir listar í andstöðu við þjóðstjórnina og afturhaldið á stöðum þar sem Sósíalistaflokkurinn hefur ekki enn fest nógu djúpar rætur, og fengu þeir sumstaðar mikiö fylgi. Á ísafirði fékk óháði listinn, sem Sósíalistaflokkurinn studdi, á þriðja himdraö atkvæði og 2 bæjarfulltrúa. Ihaldið fór miklar hrak- farir í þessum kosningum. Á Siglufirði höfðu Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn sameiginlegan lista í kjöri. Unnu þeir á en töpuöu þó meirihlutanum í bæjarstjórn; munaði aðeins örfáum atkvæðum. Var það sprengilisti sem ruglaði hlutföllunum milli flokkanna og kom hann að einum manni. Hin nýja bæjarstjórn á Siglufirði má heita óstarfhæf. 15. marz fóru fram bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Úrslit þeirra þóttu meiri tíðihdum sæta. Allir bjuggust við hrakförum þjóðstjórnarflokkanna og miklum sigri Sósíalistaflokksins. Og það brást

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.