Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 33
heldur ekki. Sósíalistaflokkurinn fékk 4558 atkvæ'öi
og 4 bæjarfulltrúa, en haföi áöur 2. Ihaldsflokkur-
inn fékk 9334 atkvæöi og 8 fulltrúa en hafði áður
9. Framsóknarflokkurinn fékk 1074 atkvæði og eng-
an fulltrúa kosinn, en hafði áöur 1. Alþýöuflokkur-
inn fékk 4212 atkvæði og 3 fulltrúa, eins og áöur.
Við kosningarnar 1938 fékk íhaldsflokkurinn 54%
greiddra atkvæða, en nú aöeins 48%. Listi Fram-
sóknar fékk þá 1442 atkvæöi og sameiginlegur listi
Kommúnistaflokksins og ■ Alþýöuflokksins 6464 at-
kvæði.
ViÖ' kosningarnar 1934 fékk Kommúnistaflokkur-
inn 1147 atkvæöi en Alþýöuflokkurinn 4678 atkvæði.
Er nú svo komiö aö ihaldsflokkurinn er í minni-
hluta í höfuöstaönum, þó hann haldi enn meiri-
hluta í bæjarstjórn, en Sósíalistaflokkurinn er næst
stærsti flokkurinn.
Enginn vafi er á því, að þaö eitt forðaði Alþýðu-
flokknum frá hruni, að hann bjargaði sér út úr rík-
isstjórninni áður en kosið var.
Alþingiskosningar — Stjórnarskrárbreýting.
Almennt er búizt við því að kosningar til Alþingis
fari fram í vor.
Allir, sem mark er á takandi, viöurkenna aö hætt-
an á því að til hemaðarátaka komi hér á landi er
margfallt meiri nú en í fyrravor. Mönnum þykir
því aö vonum kynlegt aö ekki skyldi vera hægt að
kjósa tii Alþingis vegna styrjaldarhættu í fyrra, en
að nú skuli allt vera í lagi. Enginn trúir því lengur
að það hafi verið styrjaldarhættan, sem olli því að
kosning-um var frestað og stjómarskrá landsins virt
að vettugi í fyrravor. Enginn dirfist að halda því
fram lengur. Allir viðurkenna nú, að það hafi verið
fyrirsláttur einn.
33