Réttur - 01.02.1942, Page 38
fón Bjarnason:
Eins og þér sáíð — svo
munuð þér uppskera
I.
Svo mikið hefur verið ritað og rætt um siðspill-
ingu æskulýösins hér í Reykjavík, að ætla. mætti
að hann væri úrþvætti af verstu tegund.
Og það er langt frá því, að þetta umtal hafi ver-
ið einkamál Reykjavíkur; fólkið í hinum dreifðu
byggðum hefur fengiö taugaæsandi lýsingar á fram-
feröi „götustrákanna“ hér í borg, „malarskrilsins“.
Og margt af því hefur fengið að kynnast háttum
þessarar æsku í reynd, því það hefur tíðkazt að
senda afbrotabörnin í sveit til þess að teyga sveita-
sakleysið með kúamjólkinni, sér til varanlegrar
heilsubótar.
En Reykvíkingum og öðrum þeim, sem hneykslast
svo mjög á hinni vaxandi spillingu æskunnar í bæn-
um, er þaö ekki sæmandi að láta sér nægja það eitt, að
taka aöeins þátt í hinu eilífa umræðuefni allra hverf-
andi kynslóöa, aö „heimur verznandi fari”, heldur
er þeim skylt að leggja sig fram til þess að komast
að hinu sanna í því efni, á hve miklum rökum spill-
ingarorðrómurinn er reistur og hverjar eru hinar
raunverulegu orsakir spillingarinnar.
Hve miklu er óhætt að trúa af öllu hjalinu um
spillingu æskunnar í Reykjavík? Því verður bezt
svaraö með þvi að athuga skýrslur síðustu ára um
afbrot barna og unglinga í Reykjavík — og það ligg-
ur „sterkur grunur” á því, aö „afbrot barna og img-
linga hér séu hlutfallslega miklu meiri en t. d. á
Norðurlöndum”.
38