Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 42

Réttur - 01.02.1942, Síða 42
Um þetta segir svo í skýrslu bamaverndamefnd- ar Reykjavíkur fyrir áriö 1941: „Aðalástæðan til þess, hve óknyttum barna hefur fækkaö, er án efa atvinnuaukningin. Nú er enginn vinnufær maöur atvinnulaus, ef hann er vinnufær og fæst til að vinna. Atvinnuleysi unglinga var áöur mikið, en nú er þaö einnig úr sögúnni“. Daglbaðið Vísir segir um þetta efni, 13. apríl 1942: „------afbrot unglinga eru miklu færri en venju- lega og stafar þaö auövitað af því að iðjuleysi er varla til meöal þeirra nú“. Þannig hljóöa vitnisburðir þessara aöila, og mun enginn væna þá um „bolshevistiskann undirróður”. AÖ „Vísir” notaöi oröiö „iðjuleysi” en ekki at- vinnuleysi orsakast af því, að blað í auövalds- þjónustu vill láta skilja, aö atvinnulausir menn séu alltaf „iðjuleysingjar og letingjar”. Hvers vegna menn hafi læknast af „iöjuleysis”-kvillanum einmitt núna skýrir „Vísir” vitanlega ekki frá!! V. Hér er ekki rúm til þess að ræða itarlega aðrar þær orsakir, sem óhjákvæmilega hafa leitt af sér spillandi áhrif á æsku Reykjavíkur. En ekki verður komizt hjá því að minnast þess, aö mikill hluti al- þýðubama í bænum hefur alizt upp í ófullkomnum íbúöum og mestur hluti þ'eirra hefur oröiö að leita út á götuna til þess aö leika sér, vegna þess að fulh nægjandi leikvellir voru ekki til og eru því alin upp á götunni. — Stjórnarvöld bæjarins veröa aö sætta sig við þaö, að rætt sé um þann sannleika, aö þau hafa vanrækt skyldur sínar í þessu efni, vanrækt að byggja leikvelli og barnaheimili. Þeir, sem mest hneykslast á „götubörnunum“ i Reykjavík, ættu aö snúa vandlætingu sinni til þeirra, sem ábyrgð bera á því að börnin verða að dvelja á 42

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.