Réttur


Réttur - 01.02.1942, Page 44

Réttur - 01.02.1942, Page 44
til þess að eiga kost þeirra hluta, sem útheimtast til þess að lifa menningarlífi, veita henni kost á að lifa starfsömu lífi og skapa meö vinnu sinni verð- mæti, sem hún sjálf fæi* að njóta. Hamingja þjóöarinnar er því að langmestu leyti komin undir því, hvort hér á aftur að verða ríkj- andi atvinnuleysi eða ekki. Hér er um tvennt að velja: 1. Látið æsliuna búa við atvinnuleysi og ófrelsi, án skilyrða til menningarlifs og þá verður þjóðin úrkynjuð, siðferðilega veikluð — á hraðri leið til glötunar. Eða: 2. Veitið æskunni atvinnu, menningu og frelsi og þá mun engu þurfa að kvíða um framtíð íslenzku þjóðarinnar og íslenzkrar menningar. Eins og þér sáið — svo munuð þér og uppskera. Sverrir Krisfjánsson: Midfardarhafíd og Sudurlönd I, Vagga veraldarsögunnar 1. í Heimslýsing Hauksbókar standa þessi orð: „Ruma borg er yfir öllum borgum oc í hia henni ero allar borger aö virða sem börn. Því at iorð oc steinar oc stræti öll ero roðen blóðe heilagra manna. Oc því að þar ero hinir bestu höfðingjar“. Svo farast gömum íslenzkum sagnaritara orð um þá borg, sem einu sinni var drottning Miðjaröarhafs og allra landa, er að því liggja. En orðum hans má ekki 44

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.