Réttur


Réttur - 01.02.1942, Side 45

Réttur - 01.02.1942, Side 45
síður finna staö í Suðurlöndum. Því að þar er hver blettur vökvaður tárum og blóði. þótt raunar væri synd að segja, að allt hefði það verið dýrlingablóð. í heimsstyrjöldinni, sem nú stendur yfir, hinni annari á þessum mannsaldri, eru tvær meginorustur háðar: omstan um Atlanzhafið og orustan um Miðjarðarhafið. Kannski verður þess ekki langt að bíða, að við getum bætt við hinni þriöju: orustunni um Kyrrahafið. í sögulegum skilningi er orustan um Atlanzhafið ný af nálinni; hún hófst í hinni fyrri heimsstyrjöld 1914—18. En orustan um Mið- jarðarhafið er áþekkust hjaðningavígum: Valurinrí er vakinn upp aö nóttu, og hinir föllnu kappar ganga gunnreifir til víga þegar dagur rennur. Orust- an um Miðjarðarhafið er nálega jafngömul veraldar- sögunni. Um það hefur verið barizt eins lengi og menn muna — og ríflega það. Þar sem minni manna og ritaðar heimildir þrýtur, tala sviðnar rústir skíru máli um trylltan leik, sem háður hefur verið á þeim slóðum, er gerö verða að umtalsefni í þessinn er- indum. Miðjarðarhafið og Suðurlönd hafa jafnan verið heimur út af fyrir sig, og sú var tíðin, að þau voru heimurinn. Það var á þeim þægilegu árum í sögu- legri tilveru mannana, er þeir þurftu ekki að ofreyna anda sinn á hugtaki óendanleikans. En þessi Mið- jarðarhafsheimur hefur sjaldan mátt um frjálst höfuð strjúka fyrir áleitni þeirra þjóða, er byggðu hin miklu upplönd Evrópu, Afríku, Arabíu og Asíu. Að sunnan og austan komu hérskáar hjarðmanna- þjóðir og svældu undir sig hinar frjóu byggðir; stundum komu þær eins og steypiflóð, eins og reiði guðs yfir land og lýð; stundum seitluðu þær í dropa- tali. Þetta er hin linnulausa sótt hjarðmannanna í grösugar sveitir, þar sem smjör drýpur af hverju strái. En úr norðri komu aðrar þjóöir, skinnklæddar 45

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.