Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 48

Réttur - 01.02.1942, Síða 48
hagnýting fljótsins var skilyrði aukinnar menning- arþróunar. Hin fyrsta akuryrkja mannanna reis upp á áveitubúskap, sem síöar hefur verið grundvöllur allrar akuryrkju í Austurlöndum. Allar líkur renna einnig undir þaö, aö þessi tegund búskapar sé sprottin upp annarsstaðar fyrir egyfzk áhrif. En áveitubúskapurinn getur ekki þrifist nema í sam- virku þjóðfélagi. Því er það, aö í Egyftalandi er stofnað til elztu miöstjórnar, sem sögur fara af, það er ættland embættismannastéttarinnar. í Níl- ardalnum við Miðjaröarhaf var þannig risiö upp fyrsta stórveldi veraldarsögunnar. En þaö var ekki lengi eitt um hituna. Fyrir norðan Persaflóa kom upp annað ríki, sem hvíldi einnig á áveitubúskap. Þetta ríki var Mesópótamía, eða það' sem nú er kal’* að Iraq, og mikiö hefur verið talaö um í fréttum. Milli þessara tveggja menningarríkja tókust brátt upp friösamleg samskipti og verzlun, sem teygði sig jafnvel enn lengra austur á bóginn, til Indlands. Á 3. árþúsundi fyrir Krists burð sigldu verzlunar- skipin milli Egyftalands og Mesópótamíu, gegnum Rauöahaf, suöur fyrir Arabíu og upp Persaflóa. En einnig voru aðrar verzlunarleiöir. Mesópótamíu skorti bæði tré og grjót til bygginga. Egyftaland var einnig snautt að tré og málmum. A þessum öldum voru Líbanonfjöllin klædd sedrusviði, og þaö var hér fyrir botni Miðjarðarhafsins, í Sýrlandi og Pale- stínu, aö verzlunarkaravanar beggja stórveldanna mættust. Þessi strandlengja Miöjaröarhafsins varö því brátt sá vígvöllur, þar sem stórveldi þessi út- kljáðu deilur sínar, hér voru rekin þeirrar tíðar heimsstjómmál, hér varö sagan veraldarsaga. Sýrland og Egyftaland uröu nú miöstöðvar heims- verzlunarinnar. Hér voru birgðaskemmur hinna austurlenzku munaðarvara, reykelsi og krydd, perl- ur, gull og gimsteinar flæddu hér inn austan að frá 48 J

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.