Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 50

Réttur - 01.02.1942, Síða 50
grafa í rústirnar í byrjun þessarar aldar. Sennilega hafa erlendir víkingar verið hér að verki, en í raun- inni er ekkert um það vitað. Tvö hundruð árum síðar eru útverðir hinnar krítversku eyjamenningar á meginlandi Grikklands að bíta tönnum í gras. Þjóðaalda norðan af Balkanskaga braut hallir og borgir þessarar gömlu og merkilegu menningar. Þjóðflokkar þessir voru af indóverópskum uppruna, Grikkir þeir, sem síðar sköpuðu fegurstu og glæsi- legustu menningu hinnar klassisku fornaldar Suð- urlanda. Hið annað árþúsundið fyrir Krist er hið mikla þjóðflutningatímabil indóevrópskra kynflokka norð- an úr Miðevrópu suður á skaga Miðjaröarhafsins. Það er á þessum öldum, að kynflokkar norðan fr^^ ílytjast til ítalu, Pyreneaskaga, Grfkklands og Litlu^' Asíu. Hin gömlu stórveldi, Mesópotamía og Egyfta- land hafa þungar búsifjar af þessum óboðnu gest- um, sem flytja með sér nýja vígvél til Suðurlanda: hestinn og hervagninn. Það er einnig á þessum öld- rxm, að hin fornu menningarríki, sem sprottið höfðu upp á grísku eyjunum og meginlandi Grikklands, sökkva í sjó. En þegar sjóveldi Krítar og eyjanna i Egeahafi var liðið undir lok, þá sigldi ný þjóð fram blásandi byr um Miðjarðarhafið. Þetta voru Föník- ar, semisk þjóð, á strönd Sýrlands. Þeir höfðu lært skipasmiðalistina af Egyftum, en endurbættu hana, og stofnuðu fyrsta kaupmannaríki sögunnar á hin- um víölendu ströndum Miðjarðarhafsins. Kaup- mennska var líf og yndi þessara manna, og þeir stofna verzlunarstöðvai á Kypros, Rhodos, Krít, Noröurafríku, Möltu, Baleareyjunum hjá Spáni, þeir sigla i gegnum Njörvasund, setjast að á Atlanzhafs- ströndinni. Borginni Cadiz á Spáni gáfu þeir nafn sitt. Þeir leita að málmum um allar jarðir, tin sækja 90

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.