Réttur - 01.02.1942, Qupperneq 51
þeir til Englands, silfur til Spánar, þeir sigla á
RauSa hafinu í þjónustu Egyftalandskonungs. I
nokkrar aldir einokuðu þeir allar siglingar á Mið-
jarðarhafi, enda leyndu þeir vel siglingaleiðum sín-
um og sjókunnáttu. Föníkar urðu lærifeður Grikkja
í sjómennsku og siglingum, en þeir kenndu þeim
meira; Fönikar höfðu fundið upp að breyta mynd-
letri Egyfta í stafrof; þaðan fengu Grikkir stafrof
sitt, sem aðrar þjóðir hafa síðan tekið upp í breyttri
mynd.
Hinir grísku þjóðflokkar, sem setzt höfðu að i
Grikklandi og eyjunum, tóku nú að gerast allað-
súgsmiklir á sjó. Föníkar höfðu með sjóferðum sín-
um sannað landfræðilega einingu Miðjarðarhafsins,
og kaupmannanýlendur þeirra áttu ríkan þátt í að
gera hafið að verzlunarlegri og atvinnulegri heild.
En þá skorti bolmagn til að treysta pólitísk völd
sín á þessu mikla landrými. Þeir hugsuðu nær ein-
göngu um kaupmennsku, en skeyttu lítið um fram-
leiðslu, ef frá er talin vinnsla purpuralitarins. Þeg-
ar Grikkir fóru að sigla sætrjám sínum í kjölfar
Föníka stofnuðu þeir ekki eingöngu faktorsstöðvar,
heldur nýlendur. Þeir fluttu með sér pólitískt skipu-
lag heimahaganna, grísku borgina, Pólis. í fyrstu
gengu þeir þó ótroðnar sióðir og stofnuðu nýlendur
á ströndum Svartahafsins. Þar urðu þegar stundir
liðu fram komforðabúr Grikklands. Þá snem þeir
stöfnum að ströndum Litluasíu, Sikileyjar, Suður-
ítalíu og suðurströnd Frakklands. Báðar þessar
miklu siglingaþjóðir virtust ætla að skipta Miðjarð-
arhafinu á milli sín, Grikkir fengu norðmhlutann,
Föníkar suður og vesturhlutann. Kaupmannsstöðv-
ar Föníka vom ekki svo vel skipulagðar til sameig-
inlegra átaka, að búast mætti við markvissri baráttu
gegn nýlenduútþenslu Grikkja. Það var aðeins em
borg Föníka, sem orðin var vemlegt borgríki, Karþa-
51