Réttur - 01.02.1942, Blaðsíða 52
gó í Tunis. Borgin lagði undir sig lönd og hafði
mikið og vel búið málalið í þjónustu sinni. Karþagó
leit framrás Grikkja illu auga og atti Etrúskum,
sem bjuggu í Toskana á ítalíu á grisku nýlendurn-
ar. Etrúskar voru víkingar miklir og veittu Grikkj-
um þungar búsifjar. Þá var það, að Grikkir lokuðu *
Messínasundinu milli Sikileyjar og ítalíu og byggðu
flotahöfnina Rhegion.
Hið gríska nýlenduveldi, sem skorti svo mjög sterka
miðstjórn var alveg berskjaldað í viðureigninni við
keppinauta, sem seildust til valda á Miðjarðarhafi.
Árið 525 hafði Persía, hið mikla stórveldi Asíu, lagt
undir sig Egyftaland og var nú einráð orðin fyrir
botni Miðjaröarhafsins. Rétt eftir aldamótin 500
verða hin tvístruðu grísku smáríki að ganga til ein-
vígis við ægilegasta herveldi Asíu. En Grikkir héldu
velli og sigruðu við Maraþon og Salamis, 490 og
480. Um sama leyti sigruðu grískir herir Karþa-
gómenn á Sikiley. >
Ósamlyndið og valdastreitan milli hinna grísku
ríkja stemmdu þó stigu fyrir algrísku veldi á Mið-
jarðarhafi. Harðsnúinn höfðingi norður í Makedóníu
braut hin grísku smáríki til hlýðni viö sig, en sonur
Alexanders sneri vopnum sínum í austurátt og lagöi
undir sig hin gömlu menningarlönd Vesturasíu aust-
ur að Indus og vestur að Lybíu. Ríki hans varð að
vísu skammvinn dægurfluga, það leystist upp í mörg
smáríki eftir dauða hans. En menningarlegur ár-
angur af hinu stutta lífsstarfi Alexanders var geysi-
mikill. Grísk menning breiddist út um Vesturasíu
með herskörum hans, heimsborgaraleg og fáguð.
Þúsund ára menningarstarfsemi á þessum fornu slóð- >
um blandaði blóði við Hellenismann. Heimsríkishug-
sjón Alexanders, sem sleit viðjar hins gamla gríska
borgríkis og afnam réttarmismun borgarans og hins
erlenda manns, festi djúpar rætur í hellenskri
52