Réttur


Réttur - 01.02.1942, Síða 62

Réttur - 01.02.1942, Síða 62
Gatan, sem til þessa hafði verið hljóð og laus við < Þórsfánana, moraði nú í þýzkum vélamönnum. Þýzk- ir taílar hóstuðu og hvæstu og biðu viðgerðar. Naz- istahermenn settust að á knæpunni og létu eins og þeir væru heima hjá sér. Meunier vélamaður gat ekki þolað þessa sjón. Kona hans kom nú oft að honum, þar sem hann sat hugs- andi í eldhúsinu. Einu sinni er hann hafði setið hreyfingarlaus með andlitiö í gaupnum sér og aug- un opin, spurði kona hans hann, hvað hann væri að hugsa um. Hann svaraði: O, um allt og ekki neitt. Um dálítið, sem er langt i burtu. Heyrðu, ég var einmitt að hugsa um þennan Þjóðverja, mannstu ekki? Þessi maður, sem hún Annetta vinkona þín sagði þér frá. Eg veit ekki, hvort þú manst það — Þjóðverjinn, sem var á móti Hitler, Þjóðverjinn, sem þýzkararnir handtóku. Mér þætti gaman að vita, hvað hefði orðið um hann. Um hann og son hans“. Frú Meunier svaraði: „Eg hitti Annettu fyrir nokkru. Þeir settu Þjóðverjann í Santefangelsið. Sennilega hefur hann verið myrtur. Barnið hvarf. París er svo stór. Eg býst við hann hafi holað sér einhversstaðar niður“. Þar sem enginn Frakkanna vildi drekka með naz- istahermönmmum, komu þeir oft í eldhúsið til Meun- iers með nokkrar flöskur. Þaö hefði einhverntíma þótt taka í hnjótana og ganga móðgun næst. Flestir þeirra voru gamlir samverkamenn Meuniers. Menn- imir sögðu hug sinn allan. Eigandi verksmiðjunnar hafði eftirlátið hana þýzkum forstjóra, sem kom og fór eins og hann lysti. Þýzkir sérfræðingar rannsök- uðu, vógu og fluttu burt hlutina. Þeir létu ekki svo lítið að lejma því á aðalskrifstofunni fyrir hvern þeir unnu. Hlutirnir, sem smíðaðir voru úr stolnum málmi, vom sendir austur á bóginn til þess að rífa 62

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.