Réttur - 01.01.1948, Síða 5
RÉTTUR
5
hafði í rauninni rofið skipti vor við allar aðrar þjóðir en þau
tvö engilsaxnesku stórveldi, sem höfðu oss í hers liöndum.
Bretar keyptu framleiðslu vora, Bandaríkjamenn seldu oss
nauðsynjar vorar. Þessi viðskipti, auk setuliðsvinnunnar í
sjálfu landinu, færðu oss meiri tekjur í bú en oss hafði
nokkru sinni dreymt um. Stríðsgróðinn, öllum öðrum sið-
ferðissýklum skæðari, lagðist á hvers manns brjóst. En sér-
staklega gekk hann þó þeim til hjarta, sem lögðu stund á
verzlunarviðskipti vestan um haf. En þegar um þær mundir
sem lýðveldið var stofnað, voru áhrif slíkra manna á ríkis-
valdið orðin mjög sterk. Sumir þeirra sátu þá jafnvel í sjálfri
ríkisstjórninni.
Það er engum efa bundið, að í öll þrjú skiptin, sem full-
trúa Islenzku þjóðarinnar skorti manndóm til að mæta hinu
ameríska stórveldi á hreinum og ófölsuðum jafnréttisgrund-
velli, var það ekki umhyggjan fyrir sjálfstæði íslands, sem
úrslitum réð, heldur umhyggjan fyrir frelsi vissra þjóðfélags-
afla til að tryggja sér viðskiptalegan hagnað í skjóli undan-
látsseminnar.
Þegar íslenzk stjórnarvöld neituðu þýzka flugfélaginu
Lufthansa um sérréttindi hér á landi, höguðu þau sér eins
og dyggum fulltrúum þjóðarinnar sæmdi, enda þótt það hafi
kunnað að hindra einhverja viðskiptalega ívilnun. Sama
máli gegndi, þegar brezka hernáminu var mótmælt. Enda
þótt þau mótmæli væru að engu höfð, gerðum vér það eina,
sem vér gátum og oss bar skylda til: að mótmæla hinu hern-
aðarlega ofbeldi. í bæði skiptin var bjargað vorum siðferði-
lega heiðri.
En strax vorið 1941 var Adam horfinn úr Paradís. Þá
lætur umboðslaust Alþingi íslendinga erlent herveldi kúga
sig til að biðjast herverndar. Og biðjast þess raunverulega
um leið að verða aðili í styrjöldinni. Hvað hafði gerzt á
þessu eina herrans ári frá því hernáminu var mótmælt?
Ekkert annað en það, að stríðsgróðasýklinum hafði unnizt
tími til að yfirbuga siðferðilegt viðnámsþrek hinna borgara-