Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 9

Réttur - 01.01.1948, Page 9
RÉTTUR 9 gangi. Núverandi styrjöld og síðustu tímar liafa fengið oss ný og mikilvæg viðfangsefni í sjálfstæðismálinu, viðfangsefni, sem vér verðum að glíma við á komandi árum.“ Ég hygg, að flestir hugsandi menn á íslandi muni viðurkenna þau sann- indi, sem felast í þessum ummælum." Voru það þessi sannindi, sem sá sami herra forseti íslands var að viðurkenna, þegar hann staðfesti flugvallarsamning- inn haustið 1946, þrátt fyrir háreista mótmælaöldu mikils hluta þjóðarinnar? Þannig mætti lengi spyrja. í fimm ár enn munum vér íslendingar verða að búa við þau örkuml, sem vér höfum áskapað oss, ef engin ný tíðindi grípa þar fram í. Þann tíma ættum vér vel að nota til þess að gera oss fullkomlega ljóst, hvernig komið er. Það er ekki seinna vænna fyrir þessar fáu þúsundir að hervæðast þeim andlegu vopnum og því siðferðisþreki, sem vörn og sókn alls þjóðfrelsis og mannfrelsis hvílir á, ef oss á að auðnast að reka af oss slyðruorðið og hasla oss völl á ný þar sem óskir vorar ljómuðu 17. júní 1944. Minnstu máli skiptir, hvort þeir menn, sem æ ofan í æ hafa látið annarleg sjónarmið ráða um varðstöðu sína fyrir föðurlandið, eru kallaðir „landráðamenn" eða „sjálfstæðis- menn“. Vor ástkæra tunga hefur hvort eð er verið rænd inn- taki margra þeirra orða, sein á tímum auðborgarans sem siðferðisveru áttu sína djúpu þýðingu, illa eða góða. Hitt skiptir öllu máli, að vér skiljum að vér höfum allt ráð þess- ara manna í hendi vorri og getum gert þá frelsi voru skað- lausa, hvenær sem oss býður svo við að liorfa. Forseti vor hafði rétt fyrir sér, þegar liann vitnaði í orð forsætisráðherrans: Lokasporið eigum vér aldrei að stiga. Sjálfstceðisbaráttan er i fullum gangi. Þrátt fyrir hina auknu velmegun alls almennings, er stríðs- gróðinn þegar orðinn oss ærið dýr. Þorskur og síld eru raun- ar góð á sína vísu, einnig dollarar. En vér getum ekki gert þorskinn og síldina, þaðan af síður dollarann, að kjarna

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.