Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 12

Réttur - 01.01.1948, Side 12
12 RÉTTUR húseigandann hafði ég skuldbundið mig til þess að nota að- eins fimmtán kerta ljósmagn í einu. Meiri eyðsla gat leitt yfir mig þau óþægindi að hafa allt í einu ekkert ljós. Það er bezt ég gangi út, hugsaði ég með mér. Það er ekki hægt að skrifa sögu í fimmtán kerta birtu. Það er víst kalt úti, svo að það veitir ekki af að búa sig vel. Ég hnýtti ullar- trefli vandlega um hálsinn, fór í frakka, sem ennþá var hlýr, þó að hann væri orðinn snjáður, og setti upp hanzka, sem voru loðnir að innan, alla leið fram í þumaltotur. Það var byrjað að snjóa þegar ég kom út, og það fór kaldur súgandi stormur um götur og húsasund. Snjóskýin, sem hafa verið að nálgast þök húsanna í allan dag hafa ekki valdið þyngd sinni lengur, þau hafa opnast og hvolfa nú úr sér miljón miljóna af litlum, hvítum kristöllum. Og stormur- inn tekur þessa hvítu herskara í fangið, leikur sér dálítið að þeim og fleygir þeim síðan frá sér og þau safnast saman í göturennum og húsaskotum. Og þessir hvítu valkestir stækka stöðugt, leggjast jafnvel yfir þverar götur og stéttir. Ég geng á þeim, mer þau undir skósólunum, og það marrar og ískrar undir fæti eins og maður gangi á einhverju lifandi. Það hefur verið kveikt á götuljósunum, en birta þeirra er flökt- andi í hríðardimmunni og úr húsasundum glottir myrkrið framan í mann og maður fær fiðring í bakið eftir að maður er genginn hjá. Ég geng upp eftir aðalgötunni. Þrátt fyrir óveðrið er þar óslitinn straumur fólks fram og aftur. Flestir eru álútir, kuldalegir og eru að flýta sér, rekast hverir á aðra, en flýta sér áfram án þess að biðjast afsökunar. Hvaða erindi á allur þessi urmull af fólki út í þetta veður? Hvaðan kemur það og livert er það að fara? Ég athuga þennan iðandi straum og kemst að raun um að hægt er að skipta þessu fólki í tvo höfuðflokka. Ekki ræður þar eingöngu ytra útlit þess heldur öllu fremur hvernig það ber sig til, hvernig það gengur. Sumir ganga löngum, ákveðnum skrefum, öruggir, mark- vissir þrátt fyrir óveðrið, ónæmir fyrir truflandi áhrifum,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.