Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 12
12 RÉTTUR húseigandann hafði ég skuldbundið mig til þess að nota að- eins fimmtán kerta ljósmagn í einu. Meiri eyðsla gat leitt yfir mig þau óþægindi að hafa allt í einu ekkert ljós. Það er bezt ég gangi út, hugsaði ég með mér. Það er ekki hægt að skrifa sögu í fimmtán kerta birtu. Það er víst kalt úti, svo að það veitir ekki af að búa sig vel. Ég hnýtti ullar- trefli vandlega um hálsinn, fór í frakka, sem ennþá var hlýr, þó að hann væri orðinn snjáður, og setti upp hanzka, sem voru loðnir að innan, alla leið fram í þumaltotur. Það var byrjað að snjóa þegar ég kom út, og það fór kaldur súgandi stormur um götur og húsasund. Snjóskýin, sem hafa verið að nálgast þök húsanna í allan dag hafa ekki valdið þyngd sinni lengur, þau hafa opnast og hvolfa nú úr sér miljón miljóna af litlum, hvítum kristöllum. Og stormur- inn tekur þessa hvítu herskara í fangið, leikur sér dálítið að þeim og fleygir þeim síðan frá sér og þau safnast saman í göturennum og húsaskotum. Og þessir hvítu valkestir stækka stöðugt, leggjast jafnvel yfir þverar götur og stéttir. Ég geng á þeim, mer þau undir skósólunum, og það marrar og ískrar undir fæti eins og maður gangi á einhverju lifandi. Það hefur verið kveikt á götuljósunum, en birta þeirra er flökt- andi í hríðardimmunni og úr húsasundum glottir myrkrið framan í mann og maður fær fiðring í bakið eftir að maður er genginn hjá. Ég geng upp eftir aðalgötunni. Þrátt fyrir óveðrið er þar óslitinn straumur fólks fram og aftur. Flestir eru álútir, kuldalegir og eru að flýta sér, rekast hverir á aðra, en flýta sér áfram án þess að biðjast afsökunar. Hvaða erindi á allur þessi urmull af fólki út í þetta veður? Hvaðan kemur það og livert er það að fara? Ég athuga þennan iðandi straum og kemst að raun um að hægt er að skipta þessu fólki í tvo höfuðflokka. Ekki ræður þar eingöngu ytra útlit þess heldur öllu fremur hvernig það ber sig til, hvernig það gengur. Sumir ganga löngum, ákveðnum skrefum, öruggir, mark- vissir þrátt fyrir óveðrið, ónæmir fyrir truflandi áhrifum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.