Réttur - 01.01.1948, Qupperneq 19
RÉTTUR
19
ærið hlálegur. Ef gert er ráð fyrir að i erlendri höfn kosti
vörurnar að meðaltali tvöfalt til 2i/2-falt meira en fyrir stríð,
getum við allt að þrefaldað neyzluna fyxir þann gjaldeyri,
sem við höfum yfir að ráða. Látum við okkur nægja að tvö-
falda hina venjulegu neyzlu, borið saman við árin fyrir stríð,
myndurn við geta notað mjög stórar fjárupphæðir eða ekki
minna en 25% gjaldeyrisins til nýsköpunar. Hér er þó að-
eins reiknað með þeim gjaldeyri, sem aflast hefur þrátt fyrir
óstjórnina, sem nú er veista böl þjóðarinnar.
Lánsfjárskortinn eru bankarnir látnir búa til. Enda þótt
fiamleiðslan hafi aukizt svo stórlega sem öllum er kunnugt,
og þar af leiðandi nauðsyn fyrir miklu meiri peningaveltu,
hefur seðlaveltan verið minnkuð um ca. 60 miljónir frá því
að hún var mest s.l. ár.
I áætlunum sínum fyrir árið 1948 hefur fjárhagsráð verið
trútt stefnu sinni. Og við þessar áætlanir voru fjárlögin
miðuð. Framlög til verklegra framkvæmda voru skorin nið-
ur, aftur á móti var þenslan á ríkisbákninu svo að undrum
sætir. Fjárhagsráð og stofnanir þær, sem standa í sambandi
við það, kosta fast að 4 miljónum króna. Útgjöld til lög-
reglustjórnar, toll- og skattheimtu, dómgæzlu og opinbers
eftirlits hækka um allt að 3 miljónum króna frá fyrra ári.
Samtímis afgreiðslu fjárlaganna var hafizt handa um að
brjóta niður framfaralöggjöf síðustu ára. Var byrjað á lög-
unum um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa og lög-
unum um landnám og nýbyggðir. Lögboðin framlög til
hvors tveggja þessara mála voru látin niður falla fyrst um
sinn.
ViSskiptasamningar
Allvíðtækur samningur hefur verið gerður við Tékka. En
í nóvember var hægt að gera miklu stærri og hagstæðari
samning við þetta land, en þá neitaði íslenzka ríkisstjórnin
fulltrúum sínum um umboð til að undirskrifa hann. —
Horfur eru á, að samningur þessi verði mjög rýrður í fram-