Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 23

Réttur - 01.01.1948, Side 23
RÉTTUR 23 Til þess mun vera ætlazt, að ríkisstjórnin reyni að tengja þátttöku Islands viðskiptasamningum við Bandaríkin, þar á meðal sölu á togarafiski til Vestur-Þýzkalands gegn dollur- um. Helztu skilyrðin fyrir Marshall„hjálpinni" eru þessi: Bandaríkin skulu hafa rétt til að hafa eftirlit með öllu atvinnulífi og fjármálum þess lands, sem „hjálparinnar" nýtur. Ef ísland gengist undir okið, mundi sá, sem í raun- inni yrði æðsti maður fjárhagsráðs, verða Bandaríkjamaður. Meðal annars er réttur til að hlutast til um skráningu geng- isins, en talið er að ísland sé meðal þeirra landa, sem Banda- ríkin telja að hafi of hátt gengi. Jafnháa upphæð og hin beina aðstoð nemur, sem verja skal til kaupa á amerískum neyzluvörum, skal lögð til hliðar í innlendum gjaldeyri, og má ekki ráðstafa henni nema með leyfi Bandaríkjanna. Liggur í augum uppi, hvílíkt kverka- tak Bandaríkin fengju á fjármálum og atvinnumálum ís- lands með þessum hætti. Ekki má selja þær afurðir til Sovétrikjanna eða landa í Austur-Evrópu, sem Bandaríkin leggja bann á. Þarf ekki að fara orðum um, hve þungar búsifjar slík kvöð gæti orðið fyrir land eins og ísland. Bandaríkin geta, ef þeim þykir nauðsyn til bera, gert kröfu til forkaupsréttar á þeim hráefnum, sem þau vanhag- ar um. Á íslandi kæmi síldarlýsið, gull okkar og bjargráð í viðskiptum við aðrar þjóðir, helzt til greina. Viðskiptahömlum og verndartollum skal rutt úr vegi, eftir því sem Bandaríkin telja sér henta. Fer þá að verða ærið broslegt að tala um „áætlunarbúskap" og „skipulagða ráð- stöfun gjaldeyrisins", ef allar gáttir eru opnaðar fyrir amer- ískt skran. Gæti svo farið, að íslenzkum iðnaði þætti þröngt fyrir dyrum. Bandarískir þegnar skulu hafa sama rétt og íslendingar til atvinnurekstrar með framleiðslu fyrir augum, sem Banda- ríkin telja sér nauðsynlega, nánar skilgreint af þeim sjálfum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.