Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 24

Réttur - 01.01.1948, Page 24
24 RÉTTUR Þetta eru skilyrðin, sem íelast í lögunum um Marshall- hjálpina. En svo er enn eitt skilyrði, sem ekki verður frá vikið samkvæmt yfirlýsingum forustumanna Bandaríkjanna. Lönd þau, sem „aðstoðarinnar“ njóta, mega ekki hafa kommúnista, en það útleggst raunverulega sósíalista, í stjórn. Ef land eins og ísland gengst undir skilyrði Marshall- áætlunarinnar, er það orðið fjárhagslega og pólitískt ómynd- ugt með öllu. Nú fer að skiljast betur, hvað fyrir valdhöfunum vakir, þegar þeir vinna að því að spilla viðskiptasamböndum okkar við Austur-Evrópu og leggja slíka megináherzlu á að sætta íslenzku þjóðina við „nauðsyn" þess, að kjör hennar verði rýrð og afkomu hennar hljóti mjög að hraka. Það væri fjör- ráð við íslenzkt atvinnulíf að rígbinda viðskipti okkar við Ameríku eða amerískt umráðasvæði, eins og tilgangurinn er með Marshalláætluninni. Afurðir okkar yrðum við að láta af hendi fyrir sílækkandi verð, og það sem við fengjum í staðinn, yrðum við að kaupa með okurverði. Þess vegna hlýtur stórfelld skerðing á kjörum íslenzkrar alþýðu að vera þungamiðjan í Marshalláætluninni, að því er til íslands tekur. Það er því mál til komið, að þeir, sem eiga hendur sínar að verja, spyrni við fæti, taki höndum saman og skipi sér í eina fylkingu. 16. apríl 1948.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.