Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 27

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 27
RÉTTUR 27 þá eru þær ritaðar af svo hárnákvæmri rökvisi, að hvergi er lát á.“ Ég held, að ég hafi aldrei lesið neitt, sem flettir eins skemmtilega ofan af hlutverki slikra auðvaldsspámanna og þessi sakleysislega klausa. Þetta er einmitt mergurinn máls- ins: árásirnar á ráðstjórnarskipulagið og sósíalismann skulu vera „klæddar í búning æðri listar og settar fram af leiftrandi gáfum og andríki" — hvað svo sem sannleiksgildinu líður. Krafan, sem gerð er til þessara frægu höfunda, er að gera lygina svo rökvisa, að hinn hugsandi maður geti fallizt á hana sem sannleika. Þessi óbeina játning Kristmanns Guðmundssonar ber hjartalagi hans fagurt vitni. Hann finnur, að það er eitthvað bogið við sannleikann í þessari skáldlegu bók, og þetta gopp- ast upp úr honum eins og góðu barni, sem hefur verið trúað fyrir leyndarmáli, en gleymir því í augnablikshrifningu. Þessi efi lians um sannleiksgildi „uppljóstrananna“ virðist líka hafa fengið allveigamikla staðfestingu með starfi danskr- ar stúdentanefndar, sem tók sér fyrir hendur að rannsaka það mál. Hefur niðurstaðan af því, sem komið er, orðið sú, að 40% af fullyrðingum Köstlers sé hreinn uppspuni, 23% grófar falsanir og 14% rangfærslur. Þeir 23 hundraðshlutar, sem dæmast réttir vera, gilda einkum um plögg, sem kunn eru almenningi, og því tilgangslaust að hrófla við — enda reisa þessir spámenn „rökvísi“ sína venjulega á nokkrum slíkum sannleikskornum. Kunnasti spámaður þessarar tegundar hér á Norðurlönd- um er nú norska skáldið Arnulf Överland. Það er því engin tilvíljun, að Norræna félagið, undir forsæti Stefáns Jóh. Stefánssonar, hefur boðið þessu skáldi hingað til íslands á vori komanda. Þessu hefði maður raunar ekki spáð fyrir svo sem eins og áratug síðan, og því síður hinu, að Arnulf Över- land ætti eftir að verða dýrmæt heilsíðuheimild Morgunblaðs- ins þrjá daga í röð. En tímarnir breytast og mennirnir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.