Réttur - 01.01.1948, Qupperneq 27
RÉTTUR
27
þá eru þær ritaðar af svo hárnákvæmri rökvisi, að hvergi er
lát á.“
Ég held, að ég hafi aldrei lesið neitt, sem flettir eins
skemmtilega ofan af hlutverki slikra auðvaldsspámanna og
þessi sakleysislega klausa. Þetta er einmitt mergurinn máls-
ins: árásirnar á ráðstjórnarskipulagið og sósíalismann skulu
vera „klæddar í búning æðri listar og settar fram af leiftrandi
gáfum og andríki" — hvað svo sem sannleiksgildinu líður.
Krafan, sem gerð er til þessara frægu höfunda, er að gera
lygina svo rökvisa, að hinn hugsandi maður geti fallizt á
hana sem sannleika.
Þessi óbeina játning Kristmanns Guðmundssonar ber
hjartalagi hans fagurt vitni. Hann finnur, að það er eitthvað
bogið við sannleikann í þessari skáldlegu bók, og þetta gopp-
ast upp úr honum eins og góðu barni, sem hefur verið trúað
fyrir leyndarmáli, en gleymir því í augnablikshrifningu.
Þessi efi lians um sannleiksgildi „uppljóstrananna“ virðist
líka hafa fengið allveigamikla staðfestingu með starfi danskr-
ar stúdentanefndar, sem tók sér fyrir hendur að rannsaka
það mál. Hefur niðurstaðan af því, sem komið er, orðið sú,
að 40% af fullyrðingum Köstlers sé hreinn uppspuni, 23%
grófar falsanir og 14% rangfærslur. Þeir 23 hundraðshlutar,
sem dæmast réttir vera, gilda einkum um plögg, sem kunn
eru almenningi, og því tilgangslaust að hrófla við — enda
reisa þessir spámenn „rökvísi“ sína venjulega á nokkrum
slíkum sannleikskornum.
Kunnasti spámaður þessarar tegundar hér á Norðurlönd-
um er nú norska skáldið Arnulf Överland. Það er því engin
tilvíljun, að Norræna félagið, undir forsæti Stefáns Jóh.
Stefánssonar, hefur boðið þessu skáldi hingað til íslands á
vori komanda. Þessu hefði maður raunar ekki spáð fyrir svo
sem eins og áratug síðan, og því síður hinu, að Arnulf Över-
land ætti eftir að verða dýrmæt heilsíðuheimild Morgunblaðs-
ins þrjá daga í röð. En tímarnir breytast og mennirnir með.