Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 28

Réttur - 01.01.1948, Page 28
28 RÉTTUR II Áður en vikið er nánar að örlögum Överlands, skal athug- uð lítið eitt spurning almennara eðlis: Hvað veldur yfirleitt fráhvarfi viti borinna nútímamanna frá sósíalismanum? í slíkum sinnaskiptuin geta algerlega persónuleg atvik raunar átt sinn drjúga þátt. En jafnvel slík atvik eiga oftast sínar félagslegu orsakir. Öld sú, sem vér lifum á, er mikil úrslitatíð. Hin misjafna og innbyrðis ósamkvæma þróun auðvaldsríkjanna hefur orð- ið að öngþveiti, sem leiðir af sér kreppur og styrjaldir á víxl með æ skemmra millibili. Hin linnulausa hernaðarnauðsyn hefur knúið fram geisiliraðar tæknilegar framfarir. Þær hafa svo stöðugt aukið á misræmið milli nýtízkra framleiðslu- tækja og úreltra framleiðsluhátta. Allt rekur sig hvað á annars horn. Öll viðskipti þjóða í milli eru rekin af tak- markalausum fláttskap. En fáeinir kaldrifjaðir auðkóngar keyra truntverkið áfram með skipulögðum mútum og brjál- æðiskenndum áróðri. Og alltaf verða þessir arðránsjötnar færri og færri og alltaf ríkari og ríkari. Hvert auðvaldsríkið á fætur öðru stefnir óðfluga til einræðis og fasisma. Þýzka auðvaldið hefur runnið sitt skeið í bili. En um leið og amer- íska auðvaldið sparkar tánni í hræið, tekur það upp hið fallna merki þess af fullkomnu blygðunarleysi. Andspænis þessum gamalæra heimi hafa Ráðstjórnarríkin vaxið upp í sósíalískt stórveldi á þrem áratugum. Styrkur þess byggist á afnámi arðránsstéttanna. Fólkið hefur fengið vald yfir framleiðslutækjum sínum og gjörbreytt framleiðslu- háttunum til samræmis við þróun tækninnar. Leiðtogar þess boða því þá vísindalegu meginhugsun, að mannkynið hafi nú öðlazt öll skilyrði til friðsamlegrar og óslitinnar efnahags- þróunar. Jafnframt stefni heimurinn að því að verða ein heild á sviði framleiðslu og viðskipta. Þegar svo sé orðið, geti almenningur fyrst farið að strjúka um frjálst höfuð sér á hinum andlega vettvangi. Það hefur kostað því nær ofurmannleg átök að stofnsetja

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.