Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 28
28 RÉTTUR II Áður en vikið er nánar að örlögum Överlands, skal athug- uð lítið eitt spurning almennara eðlis: Hvað veldur yfirleitt fráhvarfi viti borinna nútímamanna frá sósíalismanum? í slíkum sinnaskiptuin geta algerlega persónuleg atvik raunar átt sinn drjúga þátt. En jafnvel slík atvik eiga oftast sínar félagslegu orsakir. Öld sú, sem vér lifum á, er mikil úrslitatíð. Hin misjafna og innbyrðis ósamkvæma þróun auðvaldsríkjanna hefur orð- ið að öngþveiti, sem leiðir af sér kreppur og styrjaldir á víxl með æ skemmra millibili. Hin linnulausa hernaðarnauðsyn hefur knúið fram geisiliraðar tæknilegar framfarir. Þær hafa svo stöðugt aukið á misræmið milli nýtízkra framleiðslu- tækja og úreltra framleiðsluhátta. Allt rekur sig hvað á annars horn. Öll viðskipti þjóða í milli eru rekin af tak- markalausum fláttskap. En fáeinir kaldrifjaðir auðkóngar keyra truntverkið áfram með skipulögðum mútum og brjál- æðiskenndum áróðri. Og alltaf verða þessir arðránsjötnar færri og færri og alltaf ríkari og ríkari. Hvert auðvaldsríkið á fætur öðru stefnir óðfluga til einræðis og fasisma. Þýzka auðvaldið hefur runnið sitt skeið í bili. En um leið og amer- íska auðvaldið sparkar tánni í hræið, tekur það upp hið fallna merki þess af fullkomnu blygðunarleysi. Andspænis þessum gamalæra heimi hafa Ráðstjórnarríkin vaxið upp í sósíalískt stórveldi á þrem áratugum. Styrkur þess byggist á afnámi arðránsstéttanna. Fólkið hefur fengið vald yfir framleiðslutækjum sínum og gjörbreytt framleiðslu- háttunum til samræmis við þróun tækninnar. Leiðtogar þess boða því þá vísindalegu meginhugsun, að mannkynið hafi nú öðlazt öll skilyrði til friðsamlegrar og óslitinnar efnahags- þróunar. Jafnframt stefni heimurinn að því að verða ein heild á sviði framleiðslu og viðskipta. Þegar svo sé orðið, geti almenningur fyrst farið að strjúka um frjálst höfuð sér á hinum andlega vettvangi. Það hefur kostað því nær ofurmannleg átök að stofnsetja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.