Réttur - 01.01.1948, Page 30
30
RÉTTUR
söðlað um í einu vetfangi. Andstæður aldarinnar hafa leikið
það sterkt á vitundarlíf þeirra, að þeim hefur enginn meðal-
vegur hæft. Eitt eintak slíkrar tegundar er alþekkt hér á
íslandi: Stefán Pétursson, ritstjóri Alþýðublaðsins. En átak-
anlegasta dæmið eru gömlu byltingarforingjarnir í Rúss-
landi. Alla stund meðan baráttan fyrir niðurrifi hins gamla
skipulags stóð yfir, voru þeir hetjur, hundeltar og fyrirlitnar
af öllu heimsins afturhaldi. En strax og baráttan fyrir upp-
byggingu hins nýja skipulags hófst, gerðust þeir svikarar,
sem öll auðvaldsmálgögn veraldar hafa síðan hjúpað gloríu
píslarvættisins án afláts. Saga þessara manna er mikil harm-
saga. En á úrslitatímum gerast ævinlega margar slíkar harm-
sögur. AUar hugsjónir eignast fleiri eða færri áhangendur,
sem gefast upp, þegar takmarkinu er náð, og fyrir höndum
er að gera hugsjón að veruleika.
Slíkrar tegundar eru flestir þeir rithöfundar, sem nú hafa
gerzt hinir stóru spámenn kapítalismans. Fráhvarf þeirra
hefur atvikazt snögglega, líkt og óvænt stjörnuhrap. Allt í
einu hafa þeir skelfzt yfir því, hve takmarkið er nærri. Þess
vegna hafa áhrif þeirra orðið bæði „rómantísk" og „drama-
tísk“, eins og í amerískri kvikmynd handa evrópskum borg-
urum. í fallinu teiknar listræn snilli þeirra dularfulla ljósrák
á kolsvartan himin auðvaldsheimsins. Kunnugir vita, að það
er aðeins loftsteinn, sem verður að dauðu gjalli um leið og
hann snertir hina lifandi jörð.
III
Fátt mun hafa valdið einlægum sósíalistum norrænum
öllu meiri sársauka í seinni tíð en að sjá annað höfuðskáld
norsku mótspyrnuhreyfingarinnar ummyndast skyndilega í
„stjörnu" alls afturhalds í heiminum. Maður spurði mann:
Hvað hefur hent þennan skaprika, viðkvæma baráttumann?
Hefur hann ekki þolað vistina í fangabúðum nazistanna?
Orsakirnar, sem valdið hafa sinnaskiptum Arnulfs Över-