Réttur


Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1948, Blaðsíða 32
32 RÉTTUR því svo, að fyrsti slagurinn, sem hann sló í þeim tón, var til varnar málstað Þjóðverja. Hann var þá enn ekki búinn að koma auga á eðli prússneska junkaravaldsins. En áhugi hans fyrir þjóðfélagsmálum var þó vaknaður: samúð hans með öðrum var farin að segja til sín. Verklýðs- stéttin eignast hug hans meir og meir, unz hann í ljóðasafn- inu „Ég særi þig“ (Jeg besverger dig) eggjar æskuna blátt áfram til vopnasmíða í þjónustu hennar. Jafnframt yrkir hann bitur ádeilukvæði, þar sem hann vegur jöfnum hönd- um að sjálfum sér og öðrum. En snurður nokkrar má jafnan greina á hinum nýja þræði. í ljóðasafninu „Alvöruorð til norsku þjóðarinnar“ (Ord i alvor til det norske folk), sem fjallar eingöngu um þjóðfé- lagsleg efni, er meðal annars flokkur kvæða, ætlaður til söngs eða flutnings við ókirkjulega jarðarför verkamanns, ungrar konu, barns — jafnvel afbrotamanns. í formála gerir hann nokkra grein fyrir tilgangi sínum með þessum „tæki- færiskveðskap". Þar kemur skoðun hans á afstöðu listarinn- ar til almennings berlega í ljós. Hann er sannfærður um, að mikill skáklskapur muni aldrei ná hylli fjöldans. Þeir, sem skynjað geti listrænan gæðamun, séu og verði ævinlega fáir. Þó komi fyrir vissar úrslitastundir í lífi hvers manns: ættingjar og vinir deyja, börn fæðast, fermast, giftast o. s. frv. Þá sé fólk einmitt móttækilegt fyrir hugsanir, sem það annars hafi ekki tóm til að sinna: Það sé móttækilegt fyrir skáldskap. Naumast þarf að benda á þá veilu, sem liggur í þessum at- hyglisverða hugsanagangi. í honum felst í rauninni afneitun þess, að nokkurntíma verði hægt að uppfylla hin ytri skilyrði þess, að fólk geti notið listar. Hofmóður skáldsins neitar í einu orðinu hæfileika þess til listnautnar, en játar í hinu, að hann sé fyrir hendi, þegar tóm sé til að sinna honum. Þessi mótsögn sýnir greinilega, að enda þótt Överland væri genginn út í þjóðfélagsbaráttuna, var hann enn hið innra með sér einstæðingurinn gamli, haldinn sínum fornu mein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.