Réttur - 01.01.1948, Qupperneq 33
RÉTTUR
33
um. Tortryggni hans, óttinn við að svikja og verða svikinn
gægist fram, þegar minnst varir.
Þó var sem mannúð hans hefði að fullu sigrað þennan
þungbæra eiginleika, þegar hann gerði för sína til Ráð-
stjórnarríkjanna árið 1927 og gaf síðan út ljóðasafnið „Hið
rauða fylkingarbrjóst“ (Den röde front). Hrifning hans virð-
ist þá takmarkalaus. Þessi einþykki efunarmaður eys bein-
línis út hjarta sínu af fögnuði yfir hinu hreinsaða Rússlandi,
leystu undan oki keisara, aðals, klerka og annarra arðræn-
ingja. Og hvílíkar áætlanir! Sem sprengjuheldur múr skal
þetta nýja ríki rísa umhverfis fólk sitt, til þess að það geti
þroskað hina auðugu hæfileika sína í einingu og friði!
Hann heyrir landbúnaðarverkamann einn spyrja, ekki í
neinum ásökunartón, heldur eins og undrandi: Heyrðu,
félagi, þið segið stundum, að við höfum barizt fyrir sam-
eiginlegri hugsjón. Nú höfum við haldið upp á tíu ára
afmælið. Þið sögðuð, að þegar við liefðum sigrað, myndu
öreigar allra landa sameinast, rísa upp og slást í förina.
Hvenær ætlið þið að koma, félagar?
Og Arnulf Överland kvað brennandi hvatningarljóð til
þjóðar sinnar, þar sem hann skoraði á hana að fara að dæmi
rússnesku alþýðunnar: varpa af sér okinu og taka land sitt
úr klóm arðræningjanna — með ofbeldi.
IV
Nú hefst glæsilegasti kaflinn í ævi Arnulfs Överlands.
Ekki svo að skilja, að ljóð hans séu alltaf betur ort en áður,
að minnsta kosti ekki frá borgaralegu sjónarmiði. En þau
eru hituð af eldi trúarinnar á sigur mannsins og lífsins,
tendruðum við arin sósíalismans í Ráðstjórnarríkjunum.
Það eru mestmegnis áróðursljóð, kveðin af þeirri sannfær-
ingu, að þegar um líf eða dauða er að tefla, verði einnig
listin að lúta nauðsyninni.
Hann vegur að hræsni og rotnun auðvaldsþjóðfélagsins,
ekki aðeins í ljóði, heldur og skörpum, hnittnum ádeilurit-
3