Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 36

Réttur - 01.01.1948, Page 36
36 RÉTTUR skilur ekki, hvernig hin gífurlega aflraun hefur mulið alla skapgerð þeirra í dust. Það er alkunnugt, hvað gáfaðir menn geta reiðst, þegar þá þrýtur skilninginn. En hafi Överland ekki skilið andlegt ástand liðhlaupans þá, ætti hann að vera farinn að kannast við það nú. Maður hefði vissulega getað vænst þess, að hin sameigin- lega barátta gegn nazismanum hefði sannfært Överland um gildi þeirrar pólitísku einingar, sem hreinsanirnar skópu, og reyndist frumskilyrði sigursins í styrjöldinni. En það er ein- mitt þveröfugt. Þegar takmarkinu er náð og nazisminn er að velli lagður, snýst hann eins og óður gegn höfuðsigurveg- aranum, hrækir framan í hann og æpir: Nú ert þú óvinurinn! Þannig er tónninn í ritgerðarsafninu „Norðurlönd milli austurs og vesturs", sem kom út á síðastliðnu ári. Þar er svo komið, að hinn efagjarni sannleiksleitandi Arn- ulf Överland gleypir hverja heimild ómelta, ef hún má verða þessu fyrsta verklýðsríki veraldarinnar til dómsáfellis eða sví- virðingar. í því falli verða allir sannsögulir og heiðarlegir, eins og verið sé að segja Þórbergi draugasögu. Heil halarófa svikara, allt ofan frá höfuðpaurnum Trotskí niður í vesa- linginn Krafstjenko, verður honum eins konar fylking ó- skeikulla guðspjallamanna. Jafnvel ein helzta rússaníðs- heimild Morgunblaðsins, ameríska auðvaldstímaritið „Time“, er honum fullnægjandi sönnunargagn. Það þarf ekki að tilfæra ákærur Överlands eins og þær nú hljóða. Þær eru nákvæmlega eins og þær væru soðnar saman af þeim Valtý Stefánssyni og Stefáni Péturssyni í samein- ingu: Ógnarstefna kommúnismans hefur tekið við af ógnar- stefnu nazismans. Stalin er sams konar einræðisherra og Hitler. Allir þeir ráðstjórnarþegnar, sem dirfast að láta í ljós persónulegar skoðanir, eru „látnir hverfa“. Allar kosn- ingar eru valdboðinn skrípaleikur. Leynilögregla vakir yfir hverju fótmáli þessara 170 milljóna. Ánauð og átthagahönd eru um öll ríkin. Verkamenn verða að vinna yfirvinnu til þess að geta borðað sig sadda einu sinni í viku. Skólarnir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.