Réttur


Réttur - 01.01.1948, Page 45

Réttur - 01.01.1948, Page 45
RÉTTUR 45 eigenda á milli sín. Þeir ha£a farið eins að eins og norska skáldið Arnulf Överland hvatti landa sína eitt sinn til að gera: N u tigger vi ikke, nu tar vi med magtl Várt land har i pantsatt og ödelagt: nu tar vi várt land tilbake! Þær þjóðir, sem eru að brjóta af sér ok auðvaldsins, heita nú á þess máli „rússnesk leppríki". Þeir menn, sem hafa forustu í þeirri frelsisbaráttu, heita nú „fimmta herdeild“ á því sama máli. Arnulf Överland syngur nú hæst allra í hinum endurreista afturhaldskór norskra auðborgara um þau skelfilegu forlög, sem þessi fyrirbrigði séu að búa mann- kyninu. Það hefur auðsjáanlega verið mikil yfirsjón í því „ofbeldi" að gera Vidkun sáluga Qvisling höfðinu styttri. Hann sló nefnilega einu sinni taktinn í samskonar kór. Norðmenn hafa löngum verið miklir einstaklingshyggju- menn. Það er fjöllunum að kenna, segja spekingarnir. Þjóð- frelsisbarátta þeirra gegn nazismanum virðist sízt hafa dreg- ið úr þessum eiginleikum þeirra. Mikill hluti norsku borg- arastéttarinnar stóð sig með sæmd í þeirri baráttu. Hin al- þjóðlega auðvaldsspilling var þá enn ekki búin að gagnsýra hana að fullu. Nú er þetta orðinn hennar mesti styrkur í stéttabaráttunni. í nafni sinna gömlu þjóðernishugmynda getur hún nú fyrir bragðið háð stríð sitt gegn sósíalismanum af tvíefldum krafti. Það er enginn efi á því, að samfylkingin við þennan heið- arlegri hluta auðborgaranna gegn djöfulæði nazismans hefur ruglað margan vaskan sósíalistann í ríminu. Arnulf Över- land er einn þeirra. Þjóðfrelsisbaráttan norska sveigir skap- gerð hans að nýju undir hin fornu tákn smáborgarans. Föðurland, þjóðsöngur, kristindómur, jafnvel kóngur: allt þetta verður honum heilagt í sameiginlegri eldraun — og ekki að ástæðulausu. Hann þjáist árum saman í fangabúð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.