Réttur - 01.01.1948, Qupperneq 49
RÉTTUR
49
í sjálfu sér þarf engan að undra, þótt almenningi sjáist
yfir sannleikann í þessu máli, því að sú heimspólitíska starf-
semi, sem einokunarhringar og bankar reka bak við tjöldin,
fer ekki fram á neinn venjulegan eða heiðarlegan hátt. Hún
er framkvæmd eftir hverskonar leynilegum reglum samsæris,
sem almenningur hefur enga hugmynd um.
En þrátt fyrir það hefur tekizt að svipta blæjunni at' nægi-
lega mörgum staðreyndum.
Þannig skeði það fyrir ekki alllöngu síðan, að nokkur af
stórblöðum heimsins birtu skjalfestar sannanir fyrir því, að
ekki aðeins kjarnorkusprengjan, heldur einnig öll hagnýt-
ing kjarnorkunnar í Bandaríkjunum er í reyndinni einka-
eign þriggja til fjögurra einokunarhringa, sem keppa að því
marki að ná kjarnorkuyfirráðum yfir veröldinni.
Enginn hefur reynt að véfengja hinar áþreifanlegu stað-
reyndir, sem fólust bak við þessar uppljóstranir.
En þetta þýðir, að bak við hina stórmennskubrjáluðu
kjarnorkustjórnmálamenn og kjarnorkusendiherra stendur
enn ein manntegund, kjarnorkuauðkýfingarnir.
Þá er hér um fleira en kjarnorkuna að ræða. Hinir vold-
ugu einokunarhringar hafa mörg járn í eldinum innan vé-
banda alþjóðastjórnmála og þess hagkerfis, sem auðvalds-
þjóðfélögin byggjast á. Til þess að ná heimsyfirráðum reyna
þeir að tryggja vald sitt yfir öllum þýðingarmestu miðstöðv-
um atvinnu- og viðskiptalífsins og byggja sér vígi hvarvetna,
þar sem áhrifum er hægt að beita.
í austurhluta Evrópu gnæfir aðalvígi sósíalismans og í
mið- og vesturhlutanum er lýðræðisleg framfarahreyfing í
glæsilegri þróun. Þess vegna beita hringasamsteypur auð-
valdsins áhrifum sínum á þróun málanna í þessari heimsálfu
af meira kappi en nokkru sinni fyrr.
Hér skal nú lýst einu af þessum leynilega starfandi öflum,
alþjóðlegri fjármálasamsteypu, sem teygir limar sínar gegn-
um allt æðakerfi nútíma auðvaldsmannfélags, bankana,
þungaiðnaðinn, utanríkisþjónustuna, herforingjaráðin,
4