Réttur - 01.01.1948, Side 50
50
RÉTTUR
stjórnmálaflokkana, fréttaþjónustuna, bæði þá hernaðarlegu
og pólitísku, og hernámsyfirvöldin í Vestur-Þýzkalandi.
Þessi hópur starfar eftir ýmsum leiðum, sem í fljótu bragði
virðast oft hafa fátt sameiginlegt. Stundum getur jafnvel
virzt sem ekkert samband sé þeirra í milli, en séu málin
skoðuð niður í kjölinn, sést, að grundvöllurinn, miðstöðin,
foringjaliðið og höfuðstefnan er ávallt hið sama.
Til skýringar má kalla þetta fyrirbrigði „hópinn" kring-
um Schröderbankann, en þó skal þess getið, að margar aðr-
ar voldugri og þekktari stofnanir peningaaðalsins eru hon-
um nátengdar.
Þýðingarmesta fyrirtækið, sem auðkóngar þessir nota, er
Schröderbankinn svokallaði ásamt útibúum hans í London
og New York, en nánustu bandamenn eru auðkóngaættin
Rockefeller, olíuiiringurinn Standard Oil, fínustu áhrifa-
menn Republikanaflokksins, hluti af samsteypu þýzka stál-
hringsins, hin hernaðarlega og pólitíska ameríska frétta-
þjónusta og að síðustu hinar brezku og amerísku hernáms-
stjórnir í Þýzkalandi.
Til að skilja þá baráttu, sem nú er háð, er nauðsynlegt að
þekkja nokkuð til allra þessara greina á stofni heimsauð-
valdsins.
II. Upphcd Schröderbankans
Schröderbankinn hefur ekki verið ensk-amerískur banki
frá byrjun, þótt höfuðstöðvar hans séu nú í London og New
York. Hann er ensk-amerísk-þýzkur banki og hann var þýzk-
ur banki áður en hann varð enskur og amerískur.
Fyrir meira en 130 árum síðan var hinn raunverulegi
grundvöllur bankans lagður af kaupmanni í Hamborg, Hin-
rik Schröder, sem síðar hlaut aðalstign af Iiendi Prússakon-
ungs. Með kaupum stórra fasteigna í Mecklenburg-Schwerin
varð hann einnig herragarðseigandi.
Hinrik Schröder var góður Prússi, guðhræddur fylgis-
maður lúthersku kirkjunnar og slunginn verzlunarmaður.