Réttur - 01.01.1948, Page 52
52
RÉTTUR
olíufélagið (Anglo-Iranian Oil Company). En áhrif þess á
stjórnmálastefnu Englands í löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafs eru alþekkt. Sú pólitík hefur enn fremur verið
rekin undir eftirliti ensku flotastjórnarinnar. Og enn í dag
er Tiarks einn af forstjórum þessa félagsskapar.
Schröderbankinn hefur enn fremur lagt geysimikið fé í
enska utanríkis- og útflutningsverzlun. Einnig ensk járn-
brautarfyrirtæki í Suður-Ameríku o. fl. o. fl. Við smámuni
fæst liann ekki. En bankastjórar hans hafa alls staðar hönd
í bagga þar sem gerð eru stór og mikil viðskipti, er uppruna
sinn eiga í London. Sclnöderættin hefur bolað sér inn í
innstu hringa hins enska peningaaðals. Einn af sonum gamla
Schröders og erfingi hans að bankanum á stórt höfuðból í
Skotlandi eins og enskur aðalsmaður. Það virðist á engan
hátt spilla fyrir honum, þótt hinn nýlátni faðir hans hafi á
sínum tíma þegið aðalstign sína beint frá Vilhjálmi keisara
og var auk þess riddarahöfuðsmaður að nafnbót.
Þó er sú staðreynd ennþá þýðingarmeiri, að hið beina
samband Schröderbankans við þýzka auðmagnið hefur aldrei
slitnað. Á síðustu tímum hefur Schröderættin í London
bæði gegnum fjölskyldu- og viðskiptasambönd tengzt mjög
náið Steinbankanum í Köln, sem er í þjónustu stóriðnaðar-
ins í Vestur-Þýzkalandi, sérstaklega stálkónganna í Ruhr.
Þessi sambönd eru einmitt sérstaklega þýðingarmikil. Vitn-
eskjan um þau bregður Ijósi yfir margt af því, sem þar gerist
nú, og er síður en svo eingöngu bundið við svið fjármála-
og viðskiptalífsins.
III. Schröderbankinn tengir saman harðsvíruðustu auðhringa
Englands og Þýzkalands
Þegar fyrri heimsstyrjöldinni var lokið, flýttu stjórnendur
Schröderbankans í London sér að endurbyggja brúna heim
til föðurlandsins. Eftir skipulagðri áætlun dældu þeir bæði