Réttur - 01.01.1948, Page 55
RÉTTUR
55
von Schröder, sem ásamt von Papen og Schacht skipulagði
hina alkunnu ráðstefnu Hitlers með iðnaðarkóngunum í
Ruhr, þar sem hinir síðarnefndu ákváðu að afhenda nazist-
unum völdin. Styrktu Hitler með peningum og stefndu þró-
uninni inn á þá braut, er leiddi til síðari heimsstyrjaldar-
innar. Bæði fríherra von Schröder og félagi hans, Heinrich
von Stein, voru meðlimir í stjórn stálhringsins.
A þessu sést, að Kurt von Schröder hefur verið aðaldrif-
fjöðrin í þessuin framkvæmdum öllum. Til endurgjalds
veitti Hitler honum eina æðstu tign innan þýzku storm-
sveitanna, gjörði hann að ,,SS-standartenfiihrer“.
Eins og Thyssen og aðrir forustumenn þýzka iðnaðar- og
peningaaðalsins, Jrar sem örfáir menn réðu raunverulega
öllu, hugsaði hann sér rás viðburðanna allt aðra en varð.
Þessir Jrýzku fjárglæframenn stefndu að }>ví marki að tengja
England og Þýzkaland sem fastast sarnan, opna leiðina til
austurs, rnynda sterka vesturblökk, er stefna skyldi geiri
sínum móti Sovétríkjunum. í raun og veru var það strax á
þessurn tíma, er hugmyndin um Jresskonar ríkjabandalag
með miðstöðina í „hjarta Evrópu“, Ruhrhéraðinu, fæddist
í heiminn.
Þannig var einnig lögð stefnan til Miinchen.
Fríherra Kurt von Schröder er barnabarnabarn Heinrich
von Schröder, ættföðursins og stofnanda ensk-þýzka bankans
J. Henry Schröder & co. Hann er Jnannig meðlimur þessarar
auðkóngaættar, náskyldur fremstu mönnurn fyrirtækisins i
London. Og Schröderbankinn í London hefur einnig verið
aðalfulltrúi Steinbankans í viðskiptum hans þar.
Er nú þörf frekari skýringa?
Þó er þetta ekki nema hluti af sannleikanum. Til þess að
gera sér ljóst það hlutverk, sem þessi volduga fjármálasam-
steypa leikur á okkar dögum, verður að grandskoða einn
þáttinn enn, þann sem nú er orðinn aðalþátturinn.
í byrjun var Þýzkaland vettvangur og aðaltakmark fyrir
starfsemi Schröderbankans.