Réttur - 01.01.1948, Page 57
RÉTTUR
57
York. Það var félagið Sullivan og Cromwell. Forstöðumenn
þess íyrirtækis eru hinir alkunnu Dulles-bræður. Sú vitn-
eskja gefur næga ástæðu til að ræða frekar um þennan fé-
lagsskap, því að hans líki finnst áreiðanlega hvergi annars
staðar í veröldinni.
í Bandaríkjum Norður-Ameríku er allfjölmenn sérstök
tegund lögfræðilegra ráðunauta, sem eingöngu fæst við að
gera mikla fjármálasamninga. Starfsemi þeirra er lítið skyld
venjulegum málfærslustörfum. Slíkir lögfræðingar eru sjálf-
ir milljónaeigendur. Skrifstofur þeirra eru ekki venjulegar
málflutningsskrifstofur, heldur hreinar lögfræðilegar fjár-
málastofnanir. Þær eru voldug fyrirtæki með útibú í mörg-
um löndum og borgum. Þær hafa sína einkaerindreka innan
stjórnmálaflokka og ríkisstofnana, trúnaðarmenn hjá blöð-
unum. í raun og veru eru þessar skrifstofur pólitískar deildir
einokunarhringanna og annast þau viðskipti, sem gera þarf
að tjaldabaki.
Alls staðar þar sem óþægilegt væri fyrir sjálfa húsbænd-
urna að koma opinberlega fram, hlaupa þessir lögfræðilegu
ráðunautar í skarðið. Þeir klæða fjármálasamningana í
þannig form, að allt sé x lagi frá lagalegu sjónarmiði. Þeir
koma skjólstæðingum sínum í samband við forystumenn
stjórnmálaflokkanna. Fulltrúar þeirra hafa aðgang að einka-
skrifstofum ráðherranna og skrifstofum hinna æðstu em-
bættismanna. Með þeirra aðstoð fara frarn hvei's konar
hrossakaup í innstu afkimum þjóðþinganna. Bak við tjöldin
ráða þeir til lykta valinu á sendiherrum, sendifulltrúum
og öðrum embættismönnum. Enn fremur framboðum bæði
við ráðherra og forsetaval. Þeir framkvæma hinar „viðeig-
andi löglegu“ ráðstafanir.
Með aðstoð blaðakónga, blaðamanna og auglýsingafi'æð-
inga, sem þeim eru tengdir, skipuleggja þeir stórkostlega
pólitíska baráttu. Til alls þessa fá þeir ótakmarkað fé frá
auðjöfrunum, húsbændum sínum. Þeir eru milliliðir þegar