Réttur - 01.01.1948, Side 64
64
RÉTTUR
Þannig var löngu áður en síðari heimstyrjöldin hófst
mynduð þessi keðja: Ensk-amerísk-þýzki Schröderbankinn.
— Þungaiðnaðurinn í Ruhr, — amerísku olíukóngarnir,
Rockefellerættin — valdhafarnir í herbúðum afturhaldsins
í Bandaríkjunum.
Hin fjárhagslega miðstöð þessa bandalags er nú í Banda-
ríkjunum. Aðrir meðlimir vinna hlutverk „litla bróður" í
fyrirtækinu.
En baráttunni er allri beint gegn Evrópu. Markmiðið var
að skapa á efnahagslega sviðinu í Vestur-Evrópu, auðsam-
steypu með stóriðjuna í Ruhr sem þungamiðju, en pólitíska
markmiðið var að styrkja þýzku heimsvaldastefnuna, er
skyldi vera framherji bandalagsins og beina útþenslunni í
austur.
Þessi áætlun var fyrir löngu gerð. Og á þessu sviði sézt, að
það voru ekki eingöngu Chamberlain, Daladier og Miin-
chenmennirnir kringum „Cliveden-klíkuna“, sem unnu að
þessu marki.
Þessar áætlanir mistókust sem kunnugt er. Stalingrad
eyðilagði þær að fullu. Þegar svo var komið byrjuðu fulltrú-
ar og stjórnendur Schröderbankans strax að grafa ný námu-
göng og breyttu hernaðaráætlunum sínum. Þetta skeði
meðan styijöldin var í algleymingi.
Þegar litið er yfir baktjaldaaðgerðir Schröderbankans
á styrjaldarárunum birtist mynd, er hefur öll einkenni
amerískrar leynilögreglumyndar.
En svo er Nurnbergréttarhöldunum fyrir að þakka að
skjalfestar sannanir er hægt að leggja fram í þessum málum.
Hver sá, er lítið þekkir til framferðis einokunarhringanna
eða hættir við að sjást yfir liina raunverulegu þýðingu þess-
ara hluta, hefði gagn af að kynna sér og rannsaka þær stað-
reyndir, sem réttarhöldin hafa leitt í Ijós, þótt þær að vísu
séu engan veginn tæmandi.